Tvennir grautar í sömu skál...

Merkilegt hvað það er mikill munur á því hvernig fréttir eru sagðar. mbl.is segir: "Minnkandi áhugi á ESB-aðild" á meðan visir.is segir: "Meirihluti vill ESB-umsókn og evru". Eru þessir miðlar ekki báðir að segja frá sama hlutnum? Skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Báðir segja í meginatriðum satt og rétt frá, en báðir eru inni á línunni "Hafa skal það sem betur hljómar". Eru þessir tvennir grautar ekki komnir í sömu skálina?


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sama má segja um fullyrðinguna að tæp 40% sjálfstæðismanna séu fylgandi ESB aðildarviðræðum.

Auðvitað er réttara að segja af þeim sem enn kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því nú kjósa einhver 25% af þeim sem svara flokkinn. 30-40% eru óákveðnir og mikið af þeim munu kjósa flokk, sem vill ESB aðildarviðræður.

Þetta er flókin staða að spá í!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.11.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hver á hvaða fjölmiðil og hvað hefur eigandinn hag að?

Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband