29.4.2009 | 08:17
Hvaða læti eru þetta eiginlega?
Þessi skjálfti sem sparkaði í okkur Hvergerðinga og nærsveitamenn var einstakur að því leiti að honum tókst hið ómögulega: Að vekja mig! Hingað til hef ég talist til þeirra sem sef eins og rotaður Selur þegar Óla Lokbrá hefur á annað borð tekist að losa nóg af sandi í glyrnurnar á manni.
Snarpur, stuttur... og ekkert annað að gera en að snúa sér á hina hliðina og halda áfram að "prenta Zetur".
Snarpur jarðskjálfti í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 13:06
Krónukaup Jóns & Gunnu erlendis hafa líka áhrif
Ætli það hafi ekki áhrif líka að það eru allt að því skipulagðar "Krónukaupaferðir" farnar frá Íslandi. Fólk kaupir ódýara flugmiða, leysir út 500.000 kr. Skellir sér út og kaupir krónur í banka úti? Eins og gengismunurinn er núna, þá er hann hátt í 150.000 kall... x2 hjá hjónum... var miklu meiri áður.
Svo er nú hætt við að útflytjendur leiki þennan leik líka...
Krónan styrkist erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.4.2009 | 18:18
Mikið var það nú gott...
...að það sé búið að ná þessum skepnum!
Hvað gæti maður talið vera réttláta refsingu fyrir svona brot? Ýmis "miðaldatæki" koma óneitanlega upp í huga...
Hafa játað húsbrot og rán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 16:02
Sorglega sagan við hliðina á þessari frétt er...
...sú skelfilega staðreynd að einhver starfsmaður á tilraunastofunni hefur fengið það verkefni að nudda inn áburðinn í félagann á rottugreyjunum...
Háskólanám... gígantískar námslánaskuldir og afraksturinn: ROTTURUNKARI!
Þróa stinningarkrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 12:20
...og hálfu ári seinna....
Jæja, þá er það hafið... Sænska bankahrunið... hitt síðara!
Helvítið hann Davíð! Búinn að skemma sænsku bankana líka!
SEB óskar eftir ríkisaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 12:05
Hvurslags Yankee-doodle rugl er þetta eiginlega??
Á nú að fara að kanavæða tjallaboltann?? NEI TAKK!
...ekki það að ég hafi neitt um það að segja, en þá færi sjarminn af boltanum í Englandi...
Stækkunin tekin fyrir í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 23:35
Hitt liðið mitt!!
Sko drengina... komnir upp á nýjann leik
Hef alltaf borið sterkar taugar til Úlfanna síðastliðin 32 ár... en þeir verða samt alltaf lið númer 2...
Úlfarnir í úrvalsdeildina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 23:30
Örlæti bræðranna... heilar 23 krónur í boði.
Móður minni bars voðalega flott bréf þar sem henni var boðin yfirtaka á þeim örfáu hlutum sem hún átti í Exista, fé sem hún í huga sér áleit tapað... en svo kom þessi móðgun frá Bakkavararbræðrum þar sem þeir buðu henni heilar 23 íslenskar krónur (samsvarar tæpum 0,14 ) fyrir hennar litla portfolio í Exista.
Ef þetta guðsvolaða fyrirtæki er ekki meira virði en það sem bræðurnir bjóða... þá á einfaldlega að gera þetta kompaný upp.
Að þeir bara vogi sér....
Ætlar að krefjast verðmats á Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2009 | 11:37
Einföld skýring á því...
Annasamt hjá lögreglu í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 20:44
Trúleysi að snúast upp í andhverfu sína?
Ég telst seint til trúræknari manna, er reyndar skírður og fermdur og við hjónin létum pússa okkur saman í Kópavogskirkju og þar með eru þær svo gott sem upptaldar... mætingar mínar í kirkju.
En... ég uni öllum að stunda sína trú.. á meðan hún snýst ekki um að ganga á hlut annara hvort sem það er í orði eða verki. Það ættu trúleysingjar líka að gera... því með þessu framtaki eru þeir að stunda... Trúboð!
...merkilegt... ekki satt?
Herferð heiðingja á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)