Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2009 | 13:07
Hvaða rugl er þetta eiginlega??
Það er alveg með eindæmum að langbrýnustu verkefnin séu skorin niður fyrst þegar þurfti að "forgangsraða" í Samgönguráðuneytinu. Það má ekki skilja mig þannig að ég hafi eitthvað á móti gati í gegnum Vaðlaheiðina og strætóstoppistöð með flugvallastæði í Vatnsmýrinni, en hvernig ætlar nokkur maður (eða kona) sem er með meira en tvær gráar sellur í lagi að verja þetta bull?
Ég tek það fram að ég er ekki hlutlaus, þar sem ég bý fyrir austan fjall og stunda vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Þar af leiðandi fer ég þessa leið daglega og ég verð að viðurkenna að manni stendur stundum ekki á sama því þannig er umferðarþunginn á þessum gatslitnu lakkrísreimum sem þjóðvegur 1 er á þessari leið, því aksturslag sumra og umferðaþunginn er orðinn slíkur að allir sem um hann fara eru í stóhættu.
Svona til að drepa ekki fólk úr leiðindum með upptalningu staðreynda, þá læt ég mér nægja að benda ykkur á skýrslu RNU varðandi umferðaslys á Suðurlandsvegi... það er ljót, en áhugaverð lesning.
Dæmi svo hver fyrir sig um hvort verkefnið sé brýnna!
Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 11:36
£ 136.000.000 á innan við viku!
Það er nokkuð ljóst að "Bruðli" er mættur við stjórnvölinn hjá Real Madrid á nýjann leik eftir að hafa verið kældur niður í nokkur ár frá því að hann setti þá, í raun og veru, á hausinn hér um árið. Það er því nokkuð ljóst að það þarf að ganga vel á eftr því að þeir borgi fyrir hann, því það hefur nú svo sem loðað við lið frá Spáni að borga bæði seint, illa og helst ekki neitt. Það er nokkuð ljóst að bæði Kaka og Ronaldo verða ekki á neinum sultarlaunum hjá hinu konunglega félagi, þannig að það mun renna hratt úr fjárhirslum þeirra hvítklæddu.
En það stefnir í það að Ronaldo sé að fara frá Old Trafford eftir einstakann sex ára feril, og hann er ekki nema 24 ára gamall drengurinn, þannig að hann á mörg góð ár eftir.
Ég vil, eins og allir aðrir stuðningsmenn United, þakka Ronaldo fyrir frábær störf síðast liðin 6 ár og óska honum alls hins besta í framtíðinni.
...gallinn við svona sölu er að núna snarhækka allir leikmenn, sem Man U sýna minnsta áhuga á, í verði svo um munar.
United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 19:09
Hvað eiga þá píparar að segja???
Fyrst af öllu vil ég taka það fram að ég ber fyllstu virðingu fyrir hjúkrunarfræðingum... ja... reyndar öllum heilbrigðisstéttum ef því er að skipta, en þarna er viðkvæmnin komin á það stig að gagnrýnin varð að engu hjá henni.
Hvað ætti þá pípulagningamenn að segja þegar það er verið að nota "píparaskoruna" í auglýsingum sem eitthvað sem ber að forðast?
Það eina sem þessi ágæta kona hafði upp úr þessu er það að hún tjáði sig, mbl.is skrifaði frétt um það.... og núna veit ég að Poulsen er með framrúður. Þannig má segja að það hafi verið hjúkka, og það íslensk með allaveganna fjögura ára háskólanám að baki, sem benti mér á það að maður getur farið annað en til Orku/Snorra G. í framrúðuskipti... ég þarf nefnilega að skipta um framrúðu í bílnum mínum.
Takk fyrir ábendinguna Elsa B. Friðfinnsdóttir... það kann vel að vera að þú hafir bjargað lífi fjölskyldu minnar með þessu ósætti þínu við Poulsen.
Ósátt við auglýsingabækling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.5.2009 | 22:15
Bitu þeir "blaðursuggan" af ræðunni?
Átta jómfrúrræður í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.5.2009 | 21:59
Júróvísjón versus Champions League...
Evróvisjón í skugga fótbolta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 18:15
Það væri bara rangt...
Afleiðingar þess að reka stjóra á færibandi er bersýnilega að koma í ljós hjá "Skjórunum", því það er það eina sem hrjáir þetta lið. Shearer kom alltof seint til að bjarga þeim frá þessu örlögum sem blasa við þeim.
Eigendur og stjórn geta sjálfum sér um kennt, því Newcastle er með góða leikmenn, en eru bara lélegt lið.
Verður sjónarsviftir af þeim að ári ef illa fer.
Newcastle næstum fallið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 08:26
Hvaða vesen er þetta?
Þarf þetta nokkuð að vera flókið? Hefur maðurinn ekki sannað það fyrir Söralex & Co að hann er sannur Utd maður? Baráttuhundur sem gefst aldrei upp!
Upp með veskið! Kaupa'nn!........... get ekki til þess hugsað að hann fari í annað enskt lið... sérstaklega ekki að "kjötsúpuvöllum"
Tévez sagður vilja fara til Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
7.5.2009 | 13:44
Leikskólarökfræði á háu stigi hjá peningastefnuleysisnefnd
Eins og við var að búast, þá tók peningastefnuleysisnefnd ákvörðun samkvæmt skipunum frá yfirboðurum sínum erlendis og lækkaði stýrivexti um sama og ekkert.
Rökin þeirra eru svipuð og hjá bifvélavirkja sem telur ekki ástæðu til þess að setja frostlög á bílinn, því meðalhitastig yfir árið er yfir frostmarki.
Alltaf sama baksýnisspegla kjaftæðiðí þessu liði... það liggur við að maður vilji fá Davíð inn aftur!
Umtalsverð vaxtalækkun í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 18:53
Olía er ekki munaðarvara!
Það er með eindæmum hvað það er sumu fólki ótamt að skilja það að olía er ekki munaðarvara! Ég þarf að aka 100 km á dag til og frá vinnu. Við hjónin förum (eðlilega) bæði í sama bílnum og svo bíður annað okkar eftir því að hitt ljúki vinnu. Við erum þó allaveganna svo heppin að hafa vinnu í dag (7-9-13).
Núna segir eflaust einhver 101-álfurinn að maður eigi að nýta sér almenningssamgöngurnar, sem þó standa mörgum til boða, en eins og staðan er í dag þá eru þær of dýrar... nema ef að eldsneytisverð verði keyrt upp úr öllu valdi þannig að maður neyðist til að nota þær (sem lengir fjarveru okkar hjóna um næstum 2 tíma á dag frá börnunum)... eða hreinlega hafi ekki efni á því að vinna.
Áfengi og tóbak er alveg kjörið að hækka upp úr öllu valdi líka, því það býr til ný tækifæri fyrir smyglara og aðra misyndismenn... enda refsingar fyrir áfengis- og tóbakssmygl "skiðogingenting" miðað við dópsmygl.
... tala nú ekki um vísitöluáhrifin af því að hækka allt miskunarlaust... enda verður þeirri heilögu kú aldrei slátrað.
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.4.2009 | 08:17
Hvaða læti eru þetta eiginlega?
Þessi skjálfti sem sparkaði í okkur Hvergerðinga og nærsveitamenn var einstakur að því leiti að honum tókst hið ómögulega: Að vekja mig! Hingað til hef ég talist til þeirra sem sef eins og rotaður Selur þegar Óla Lokbrá hefur á annað borð tekist að losa nóg af sandi í glyrnurnar á manni.
Snarpur, stuttur... og ekkert annað að gera en að snúa sér á hina hliðina og halda áfram að "prenta Zetur".
Snarpur jarðskjálfti í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)