Nokia er nú samt tæpur hálfdrættingur á við Baug!

Jæja, þá er fjármálaheimurinn þarna í útlandinu að rembast við að ná upp í nefið á sér með það að Nokia sé orðið tekjuhærra en Finnski ríkissjóðurinn. Ekki það að Baugur okkar hafi sloppið við gómaskellina og pískrið í bleiku pressunni erlendis, en ætli þeir hafi velt sér upp úr þessum staðreyndum:

nokia  3.700.000.000.000 IKR sem gera tæplega 104% af tekjum finnska ríkisins

baugur  950.000.000.000 IKR sem gera tæplega 284% af tekjum íslenska ríkisins.

Veltutölur Baugs eru veltutölur fyrirtækja í eigu baugs og eru fengnar á www.baugurgroup.com á meðan veltutölur ríkissjóðs eru fengnar á http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Hagtolur/Skipting_tekna_rikissjods.xls .

Pælið aðeins í þessu! Hlutlaust... fordómalaust...

frekar sjúkt!

 


mbl.is Sölutekjur Nokia orðnar meiri en tekjur finnska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skelfilegt framtíðarprospect fyrir mörlandann.  Einokunarverslunin er komin aftur.  Okur, kúgun og maðkað mjöl. Tímar lénsskipulagsin hafa verið endurreistir.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband