Ok frelsisins

Það var þó ekki að maður færi að stinga nefi sínu í þennan þegar barmafulla hlandkopp sem umræðan um þessa bandsettu vefstjóra-ráðstefnu er orðin.. nema hvað það er búið að flauta hana af með tilstuðlan hreppstjóra Reykjavíkur og bændaklíkunar á Melunum.

Ég ætla ekki að hoppa í þá mýkjufylltu laug sem umræðan um klám er komin út í, en er þetta samt ekki hræsni á lokastigi að útiloka nokkra vesæla tölvunörda frá því að sletta aðeins úr klaufunum í henni Reykjavík yfir eina helgi? Er eitthvað skárra að hafa hérna kjaftfull hótel af ráðstefnugestum (sem starfa á öðrum vetvangi en vefumsjón klámefnis) sem drekka, dópa, djamma og drýgja hór eins og örgustu klámstjörnur? Ætlum við að krefjast sakavottorðs, læknisvottorð, afrit af skattaskýrslum síðustu þriggja ára og fleira ámóta bull af hverri þeirri hræðu sem svo mikið sem vogar sér að hugsa til þess að halda ráðstefnu hér á landi?.... eyða peningum og skoða sig um. Hvað ætli margir dópsalar, vopnasalar og aðrar ljósfælnar mannverur hafa gist á hótelum Reykjavíkur hingað til??

Ég held að við íslendingar þurfum að fara að skoða okkar gang um hvað skiptir máli hér í lífinu því þessi umræða er okkur öllum til háborinnar skammar.... sannkallað ok frelsisins!

...og svona fyrir ykkur sem hafa nennt að lesa alla leið hingað...... ég er ekki fylgjandi klámi og mér finnst það vera niðurlægjandi fyrir þá sem leggjast svo lágt að vinna við þetta..... jafnt konum sem körlum... hvoru megin við myndavélina sem þau kunna að vera.

Eyðum púðrinu í eitthvað annað en þetta helv.. kjaftæði!!


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert smá sammála þessu. Fljótlega verður okkur bannað að segja gleðileg jól og verðum að segja hamingjusama hátíð!!!

Sibbi (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband