Hvað kallar maður pennaleti nú til dags?

Svona fyrir utan "grumpið" í færslunni hér á undan, þá hef ég varla nennt að pikka staf á bloggið í hart nær mánuð! Það hlýtur að flokkast undir ...pennaleti... ? eða hvað?

Þetta er nú samt ekki svona einfalt, því maður hlýtur að forgangsraða og greinilega er bloggið hjá mér svona aftarlega í goggunarröðinni. Þannig er nú það. Þið sem þekkið til vitið að ég er að byggja (blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir) og það er tímafrekt samhliða fullri vinnu. Reyndar var ég skynsamur og tók frí úr vinnunni núna og er full-time að byggja. Samhliða þessu þá er konan á fullu í sínu námi og þetta setur eðlilega dálitla pressu á okkar litlu veröld. En ég veit að við förum létt í gegnum þetta.

Upp með hamarinn, bókina og..........sólina. Þetta hefst allt að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband