Það logaði ekki ljós..

...á perunni hjá löggjafanum þegar raforkumarkaðurinn var gefin frjáls. Nú er vart enginn fjárhagslegur akkur fyrir fólk að spara rafmagn þar sem rafmagnið sjálft er orðinn að hálfgerðu aukaatriði í rafmagnsreikningum. Það ku vera dreifingin sem er orðin dýr. Þó svo að fólk taki upp á því að elda mat sinn á hlóðum, lesa við kertaljós og þvo af sér á bretti í köldu vatni þá er það ákaflega takmarkað sem hægt er að klípa af rafmagnsreikningum.

Ég skora á ykkur að lesa yfir rafmangsreikninga ykkar og reyna að sjá hvað þið sparið margar krónur á því að nota spar-perur (sem kosta lungu og lifur), eða öllu heldur hversu langlífar þær þurfa að vera áður en sparnaður hlýst af.

Öllu jafna er ég hlyntur því að ríkið sé ekki að skipta sér af samkeppnisrekstri, en þarna gerðist nákvæmlega það sama og allsstaðar annarstaðar þegar hömlum var aflétt á þessum markaði og að mínu mati hefðum við verið betur sett en með þessum ólögum.

Það eina sem hægt væri að spara eru orkuver, þannig að meira verið afgangs af fallvötnum og háhitasvæðum fyrir stóriðju...GetLost


mbl.is Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú ekki eins og ríkið og hið opinbera sé farið að raforkumarkaði, öðrunær opinberar stofnanir eru því sem næst einráðar á þessum markaði þó að ríkið sé reyndar að vinna að sölu á hlut sínum í HS.

En var þessi breyting ekki gerð samkvæmt EES tilskipunum?  Einhvernveginn rámar mig í það að þaðan sé hvatinn kominn.

En hér í Toronto kaupi ég raforku af opinberum aðila og hef ekki um það val, en nota bene á sundurliðuðuð rafmagnsreikningi kemur í ljós að innan við helmingur þess sem ég borga er til að borga raforkunotkun.  Hitt er dreifikostnaður og önnur umsýsla.  Það fer heldur ekki hjá því að kostnaður við dreifikerfið er sá sami, óháð því hvað hver og einn notar af raforku, því er þetta nokkuð rökrétt.

G. Tómas Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Jú, jú... þetta var EES tilskipun. Það sannar bara enn og aftur að "Bölið byrjar í Brüssel".

Magnús Þór Friðriksson, 24.4.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband