24.4.2007 | 00:28
Þá liggur það ljóst fyrir...
...að gosþamb og slikkeríssvall á skólalóðum leiðir til offitu! Auðvitað gerðu Svíarnir eins og "Svenson" er tamt og bönnuðu bölið... greinilega með góðum árangri í þetta skiptið. Væri samt ekki gáfulegt ef foreldrar tæku smá ábyrgð á ormunum sem þeir hafa holað niður og beini matarvenjum þeirra í ögn hollari farveg... þ.e.a.s. ef þau hafa þá nokkur skilning á því sjálf hvað er hollt og óhollt.
Þetta er framför frá þeim tíma þegar ég var í grunnskóla í Svíþjóð, þá var REYKINGAREITUR á skólalóðinni þar sem var ætlast til að börnin héldu til þegar þau þyrftu að fá sér smók í frímínútum!
Uppeldið á að fara fram á heimilunum fyrst of fremst! Reynum nú að sýna peðlingunum okkar gott fordæmi og stöndum sjálf við nammidaga og hollt mataræði, því þau læra það sem fyrir þeim er haft.. sama hver vitleysan er.
Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.