25.5.2007 | 22:31
Það er komið sumar... eða hvað?
Ekki það að ég ætli að vera með eitthvað gáfulegt veðurblogg að hætti EInars Sveinsbjörnssonar Verðurfræðings, en ég verð nú bara samt að fá að grumpa smá yfir þessari gróðurmyrðandi tíð sem frystir lambakjötið í haustslátrun 2007 nokkrum mánuðum of snemma.
Hér á SV-horninu hefur löggan verið með sektarblokkina á lofti í hart nær mánuð, og rukkað lungu og lifur úr þeim trössum sem ennþá aka um á nagladekkjum. Veit reyndar ekki hvað kollegar þeirra úti á landi hafa verið að aðhafast, en Stones-arinn í"Lúðrasveitagallanum" hefur verið duglegur við það skilst mér þó að fljúgandi hálka sé reglulega að gera vart við sig uppi á Hellisheiði (ekki þeirri Eystri þó... hún er bara ófær).
Al Gore getur tekið þennan Ínkonvíníent trúþ sinn og troðið honum þar sem sólin aldrei skín!! Hlýnun jarðar mæ S!! Ég legg til að við öll fáum okkur jeppa á nagladekkjum.... Þvælumst um allar tær og trissur....mengum andrúmsloftið en meira til að hlýja þennan gaddfreðna klaka okkar eins mikið og við getum.... betur má ef duga skal!!!
p.s. Þið ykkar sem ætlið að fara að hella ykkur yfir bullið í mér.... farið frekar á námskeið í kaldhæðni því það er eini húmorinn sem er í boð í þessu tíðarfari.... ég eyði öllum bullkommentum eins og sovéskur ritskoðari á akkorði!!
Gleðilegt sumar!
Athugasemdir
Veðrið! er ekki allt í lagi með það? Er eitthvað óeðlilegt við að flutningabíll þurfi að setja undir keðjur 24.maí og aftur í kvöld var það mjög nærri á Holtavörðuheiðinni mjög mikil hálka og menn að berjast yfir með hjól og fellihýsi einnig nokkrir á suðrænum ferðafíöttum á 5 til 10 km hraða.. Það verður frekar napurt við grillið, en bjórinn ætti að kólna á ofurhraða svo maður sjái nú eitthvað jákvætt við þetta.
Friðrik Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.