Framfylkingin? Samsókn?

Samkvæmt frétt á visir.is þá sagði Bjarni Harðarson víst að Framsóknarflokkurinn gæti allt eins sameinast Samfylkingunni. Ég held að það þurfi ekki að gerast með neinum skipulegum hætti því framsóknarmenn í miðjuþófi hafa gerst Samfylkingarfólk og ESB andstæðingar þar á bæ hafa fært sig alveg út á vinstri kantinn undir afdráttalausa afstöðu Steingríms & Co í þeim efnum.

Skoðanakannanir benda til þess að þeim gæti reynst erfitt að fá fulla mætingu á flokksþing.

Trúir fólk því virkilega að hér muni drjúpa smjör af hverju strái ef við göngum í ESB?? Að Evra verði gjaldmiðill okkar bara eftir nokkur ár?

En þegar það kemur svona almennt að spurningunni um ESB, þá spyr maður sig óneitanlega að því hvort að sá félagsskapur sem hefur snúið svona upp á handlegginn á okkur síðustu vikurnar til að hafa af okkur "nestspeninginn" sé svo æskilegur til að vera í? Horfum aðeins lengra fram á veginn, því ESB horfir ágirndaraugum á fiskimiðin okkar og nú hefur sú staða komið upp að raunhæfur möguleiki er á því að vinnanlegt magn olíu sé innan landhelginar. Þetta langar Brüssel að læsa klónum í, og ég held að þjóðarsálin sé svo þjökuð af minnimáttarkennd að afglöp í samningum sé stórhættulegur möguleiki.

Hver ætlaði ekki að kyssa vönd kvalarans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband