Skipalestir undir vopnavernd

Það er alveg með eindæmum að sjórán skuli tíðkast og að þetta stjórnlausa ríki sem Sómalía er skuli fá að komast upp með þessa vitleysu. Það er greinilegt að þeir vinna einhver skítverk fyrir einhvern, því annars væri búið að sprengja þetta lið aftur í fornöld.

Óneitanlega kemur manni í hug siglingar Bandamanna í skipalestum til að verjast árásum þýskra kafbáta. Eru þessir sómalar á nokkru merkilegri fleytum en öppgreituðum Sóma-bátum með vélbyssu í stað DNG rúllu?


mbl.is Olíuflotinn sneiði hjá sjóræningjaslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það fyrir vesturveldin að ráðast á þessa ræningja væri svolítið eins og fyrir fullorðinn mann að ráðast á og tukta til 2 ára krakka.

Þeir þurfa í sjálfu sér ekkert að gera það.  Þeir þurfa bara að segja öllum þessum skipamönnum að koma með sínar eigin vélbyssur.  2 .50 BMG, eina að framan, aðra að aftan, og nokkra AK-47 fyrir mannskapinn.  Plaffa svo bara á þessa pjakka.  Þá hætta þeir þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2008 kl. 00:36

2 identicon

Spurning hvort það sé ekki ódýrara fyrir Olíufélögin að ráða eitthvað "private military corporation" fyrir protection duty, meina eitthvað hlýtur það að kosta að reka þessi skip og láta þau fara miklu lengri vegalend.

ég sé þetta svo fyrir mér,  sjóræningjarnir keyra uppað skipinu og fara um borð og ætla að ræna skipinu en þá koma svona 30-40 Blackwater gaurar uppúr lestinni og taka sjóræningjana í gíslingu og krefjast lausnargjalds frá Sómalíu fyrir þá

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Somalir borga varla fyrir nokkra sveitalubba. Ætli stríðsherran sem gerir þá úti líti ekki á það sem fórnarkostnað.. og tauti svo bara "gone have sheep better" upp á sómaska skagfirsku

Magnús Þór Friðriksson, 19.11.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband