Þjóðin er meira en húsfyllir vestur í bæ...

Ekki að ég sé neitt að gera lítið úr borgarafundinum í Háskólabíó, en þjóðin er nú heldur meira en húsfyllir vestur í bæ.

Reiðin kraumar í mér líka, ég er enginn "já-ari" fyrir sitjandi ráðamenn, því ég sit uppi með íbúðarlán sem vex eins og sveppur í heitum og rökum skógi, en eins og maður getur nú bölvað verðtryggingunni í sand og ösku þá vildi ég ekki þurfa að borga 23% vexti (5,5% vextir +17,5% verðbólga) af íbúðarlánunum. Af 20.000.000 kr láni væru það ekki nema rúmar 383.000 á mánuði... í vexti! Þá er afborgunin eftir. Það er verðbólgan sem er meinið.

Þetta er það gjald sem við erum að borga fyrir sukkið og svallið sem hefur verið hér á landi síðustu ár. Þó svo að það sé gott að kenna einhverjum auðmönnum um allt sem illa fór, þá erum við öll samsek. Við höfum sprengt upp húsnæðismarkaðinn hér á landi og það af slíku offorsi að við þurfum ekki að byggja svo mikið sem einn fermetra af íbúðarhúsnæði næstu árin. Þegar fermetraverð hefur rúmlega tvöfaldast á nokkrum árum, þá getum við auðveldlega ímyndað okkur hvar stór hluti þessara erlendu lána er niðurkomin. Við þurftum að flytja inn erlent vinnuafl sem samsvarar öllu vinnufæru fólki á suðurnesjum að fjölda til þess að koma öllum þessum kofum upp úr jörðinni.

Auðvitað er hellingur af fólki sem missti alveg af "góðærinu" og keypti sér ekki svo mikið sem einn auman I-Pod, en einhverjir voru það sem hafa keypt hinar 72.193 bifreiðar sem voru fluttar inn á árunum 2005-2007. Við erum öll meðsek á einhvern hátt.

Hættum þessu helvítis væli, en gerum samt kröfur um að stjórnvöld geri eitthvað sem í raun er til gagns fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veistu...þetta er eiginlega það fyrsta vitræna sem ég hef lesið á síðum moggabloggara, kröfurnar hafa verið settar fram (ég er ekki fylgjandi kosningum akkúrat núna) en öðrum eðlilegum kröfum finnst mér að eigi að verða við. Það er allt á suðupunkti hér núna reiði fólks er gríðarleg og hún mun finna sér farveg á einn eða annan hátt.

góður pistill hjá þér.

Sigurður H (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:32

2 identicon

Takk, takk og aftur takk!

 Ég vissi að það væru enn heilvita menn þarna úti!

 Frábær pistill og ég er 100% sammála þér!

Atli (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband