Þau læra það sem fyrir þeim er haft..

Það er ábyrgðarhluti af foreldri að hleypa börnum eftirlitslausum niður í bæ eins og mál hafa þróast... tala nú ekki um það ábyrgðarleysi að taka krakkana með í hávaðan og lætin. Hvaða boðskap taka þau með sér úr þessu? Að það sé í lagi að grýta lögreglumenn og opinberar byggingar? Að unglingar með hulin andlit séu cool af því að þeir þora að sparka í skyldi lögreglumanna?

Svo skilur fólk ekkert í virðingaleysi barna og unglinga gagnvart valdstjórninni... ÞAU LÆRA ÞETTA AF FULLORÐNA FÓLKINU!!!

Muna svo að mæta og mótmæla þegar næsta ríkisstjórn er búin að drulla upp á bak....


mbl.is Börn að atast í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Þetta er rétt hjá þér Magnús ég var í bænum til 12.30 í nótt og þar voru menn eins og ég sem við skulum kalla kurteisa mótmælendur og svo var því miður skríll. Hann hangir þarna inni á milli og skaðar málstaðinn se við erum jú að reyna ap að koma á framfæri, fyrir okkur og meira að segja lögguna. Vinur minn einn hefur staðið í ströngu með löggunni og kreppan er að leika fjölskyldu hans mjög illa, en til að eiga fyrir mat þá stendur hann þarna greyið og þarf að taka við þessum skít frá skrílnum. Þessi skríll var á aldrinum 14-20 ára spáðu í það.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 22.1.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Já, svona ástand laðar fram skrílinn... góðkunningjar lögreglunnar í fíkniefna- og innbrotamálum... eða svo sagði Stefán.

Glæsilegar fyrirmyndir fyrir ungmenni í mótun! Djöfull er ég feginn að hafa náð að forða fjölskyldunni austur fyrir fjall í sumar.

Magnús Þór Friðriksson, 22.1.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband