Kaldhæðni dauðans!

Útvarp Matthildur:

"Nú líður óðum að eins árs afmæli frú Ólafíu, og hefur afmælisveislan þegar verið undirbúin. Verður þar mikið um veitingar, svo sem vínveitingar, stöðuveitingar, orðuveitingar og fjárveitingar. Stöðuveitingamaður verður M. Kjartansson. Í tilefni af afmælinu mun Seðlabankinn gefa út sérstakan matseðil sem hljóða mun svo:
Forréttur, sem aðeins verður veittur forréttindastéttinni, og í honum eru loforð, bitlingar, utanferðir og embætti. Þá verður súputeningunum kastað og borin fram fjármálasúpa sem þjóðin mun síðan súpa seyðið af. Þá verður skálað í fljótandi gengi. Aðalréttur kvöldsins verður réttur einstaklingsins, og verður hann fyrir borð borinn ásamt óhagstæðum greiðslujafningi. Í eftirrétt verður soðið naut á nývirki með blönduðum hagvöxtum ásamt reyktum samborgarahrygg. Í afmælinu mun forsætisráðherra flytja stutta vísitölu, og eru þá önnur skemmtiatriði óþörf".

Var Davíð að leggja sjálfum sér lífsreglurnar þarna??!?!!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband