MÍNIR MENN!!

Það var alveg magnað að sjá til minna manna í kvöld. Þeir hefðu reyndar átt að vinna talsvert stærri sigur, en Berbi var bara ekki á því að koma tuðrunni of oft í netið... eða að halda sig innan við varnarlínuna. 

En markið hjá Scholes... MAÐUR LIFANDI..... fannst ég vera kominn allnokkur ár aftur í tímann... FRÁBÆRT! 


mbl.is Man.Utd með fimm stiga forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvaða fjandans heimtufrekja er alltaf í þér Magnús, þú heimtar alltaf fleiri mörk.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.2.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Mikill vill meira...

Magnús Þór Friðriksson, 19.2.2009 kl. 11:18

3 identicon

Þegar Scholes er í stuði, þá sýnir liðið allar sínar bestu hliðar, hann hefur lengi verið lykilmaður í langvarandi velgengni Manchester United, einn af morgum frábærum sem blómstrað hafa undir handleiðslu snillingsins Sir Alex Ferusons!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Hann er úr frábærri uppskeru... þegar okkar lið var að fá Giggs, Beckham, Neville bræður, Scholes, Butt... og svo leyndist Robbie Savage þarna í hópnum á tímabili, en varð svo bara góður í meðalmennsku liðum. Hefði aldrei átt séns hjá fyrrnefndum snillingum.

Vonandi er svipað í farvatninu hjá þeim núna.

Magnús Þór Friðriksson, 20.2.2009 kl. 02:08

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað segiði um Silva tvíburana á sitthvort vítateigshornið, eins og Nevil bræður forðum og Evra á vinstri kanntinn?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.2.2009 kl. 10:03

6 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Það er greinilegt að kallinn hefur komist í feitt með þá bræður. Þvílíkir talenta. Svo er nú allt í lagi að hafa Evra uppi á vinstri því hann er svo sókndjarfur. Eflaust einn mest rangstæði varnarmaður á Englandi

Magnús Þór Friðriksson, 20.2.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband