Þetta er alveg möguleiki

Það má alveg færa góð og gild rök fyrir því að útrýming banaslysa í umferðinni sé óraunhæf, en þetta er göfugt markmið sem hægt er að ná ef fólk er með það fyrir augum.

Auðvitað er það skelfilegt að niðurskurðarhnífurinn hefur nánast slátrað öllum framlögum til forvarna í umferðarmálum, en það verða þá aðrir að taka við kyndlinum. Til dæmis geta ýmsar hreyfingar (karlaklúbbar) tekið sig til og vakið athygli á umferðaröryggismálum. Eins er fyrirsjánalegur niðurskurður og frestun á brýnum samgöngubótum og vil ég þar helst nefna Suðurlandsveg sem hefur tekið þungann toll af landsmönnum undanfarna áratugi. Þó svo að 2008 hafi verið "gott" í tilliti til banaslysa í umferðinni, þá voru alvarleg slys samt tiltölulega mörg... og gleymum því ekki að alvarleg umferðarslys svo maður tali nú ekki um banaslys í umferðinni leggja þunga sorg og aðrar byrgðar á fjölmargar fjölskydur, börn, maka, forelda, vini og aðra vandamenn. Það er gríðalegur mannlegur harmleikur á bakvið hverja tölu í þurri tölfræðinni sem lesa má ofan við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. 

Bottom line er það að þetta byrjar og endar hjá okkur sjálfum. Það eru við sjálf sem erum í umferðinni og við verðum að halda áfram að taka okkur á í þessum málum. Saman getum við stuðlað að því að við komumst öll heil heim.


mbl.is Banaslysum í umferðinni verði útrýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband