Allir á baukinn áður en lagt er í hann!

ennþá betri hugmynd! 

1£ inn á baukinn
1£ fyrir fet af pappír
1£ fyrir 5 sekúndna vatnsbunu
1£ fyrir pappírsþurrku

og...

1£ út af bauknum aftur... sem sagt 5£ fyrir að sinna kalli náttúrunar uppi í háloftunum.

..en fyrir þau, sem vilja komast í "1609 metra háa félagið", þá má sleppa pjattinu og sleppa með 2£ í kostnað, sem deilist á tvo (varla fleiri sakir plássleysis... varla færri, það væri sorglegt) og hægt að sleppa með 1£ á haus.

Muna bara að verða sér úti um klink áður en farið er í loftið...

 


mbl.is Verður rukkað fyrir klósettferðir í háloftunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Í raun sé ég ekkert að því að rukkað sé fyrir þjónustu um borð í flugvélum, sérstaklega ef um styttri ferðir er að ræða... og alveg sér-sérstaklega ef farið kostar minna en leigubíll upp í Bláfjöll.

Hef oft verið að velta því fyrir mér hversvegna í andsk.. er verið að troða heitum mat í fólk á styttri leiðum Flugleiða...? Flugliðarnir rétt meika það að henda bökkum í fólk, rífa þá af þeim aftur og eru svo á hlaupum til að geta selt þeim eitthvað úr sjoppunni sinni.

Lággjaldaflugfélög eiga heiður skilið fyrir það að hafa "komið vængjum" á sótsvartann almúgann sem hefur getað leyft sér ferðalög sem hér einu sinni voru bara á færi efnafólks.

Magnús Þór Friðriksson, 28.2.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband