29.3.2009 | 20:44
Trúleysi að snúast upp í andhverfu sína?
Ég telst seint til trúræknari manna, er reyndar skírður og fermdur og við hjónin létum pússa okkur saman í Kópavogskirkju og þar með eru þær svo gott sem upptaldar... mætingar mínar í kirkju.
En... ég uni öllum að stunda sína trú.. á meðan hún snýst ekki um að ganga á hlut annara hvort sem það er í orði eða verki. Það ættu trúleysingjar líka að gera... því með þessu framtaki eru þeir að stunda... Trúboð!
...merkilegt... ekki satt?
Herferð heiðingja á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús: Einmitt eins og þú segir: "á meðan hún snýst ekki um að ganga á hlut annara hvort sem það er í orði eða verki."
En þar stendur hnífurinn í kúnni, þetta eru mörg trúarbrögð algerlega ófær um og það er það sem trúleysingjar eru að berjast gegn, kíktu á þetta stutta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=w4fQA9mt-Mg
PS: Trúleysi er ekki trúarbrögð og því ekki hægt að stunda "trúleysistrúboð." Það er einfaldlega ekkert til þess að predika um, engar kennisetningar, engin boðorð og ekkert slíkt.
Arngrímur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:12
Trúleysi er trú útaf fyrir sig. Ég sé ekkert að þessu framtaki þeirra, nema hvað hún er skemmtileg þversögn.
Magnús Þór Friðriksson, 29.3.2009 kl. 21:14
Ég trúi ekki á jólaköttinn. Mætti kalla jólakattartrúleysi. Er slíkt trúleysi trú??
Einar Karl, 29.3.2009 kl. 22:37
Magnús, það er engin mótsögn. Trúleysi er bara það að trúa ekki, það segir manni ekkert um það hvort það eigi að stunda "vantrúboð" eða ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2009 kl. 22:40
Hvort sem menn eru trúleysingjar, múslimar eða ásatrúar, þá eru þeir alltaf að gera ráð fyrir einhverju. Trúleysingjar gera ráð fyrir því að það sé enginn guð og trúaðir gera ráð fyrir því að það sé guð.
Persónulega geri ég ekki ráð fyrir neinu í þessum efnum. Ég veit ekkert hvort það er til guð eða ekki.
Guðmundur Páll Líndal (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:47
Guðmundur, trúir þú því að guð sé til?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2009 kl. 22:56
Guðmundur Páll, veistu hvort jólakötturinn er til eða ekki? Hvort finnst þér líklegra að hann sé til eða ekki? Er eitthvað sem rökstyður frekar tilvist guðs heldur en jólakattarins?
Ertu kannski 'herskár' agnostic og ert að boða þá heimspeki á bloggum bæjarins?
Nonni, 29.3.2009 kl. 22:58
Það er aldeilis að trúlausir æsi sig yfir því að vera vændir um að trúa ... engu! Merkilegt að þeir sem ekki trúa skuli sýna slíkann "trúarhita".
Það er nokkuð ljóst að þetta mál verður ekki útkljáð hér.... :) ... og þá spyr maður sig:... hvað er að útkljá?
Magnús Þór Friðriksson, 29.3.2009 kl. 23:18
Magnús, hérna er enginn æstur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2009 kl. 23:24
Magnús Þór: Trúleysi er ekki "annars konar trú" frekar en skallinn þinn er bara "annars konar hárlitur".
Arngrímur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:28
Eru menn komnir í þennan pakkann! en svona til að sökkva niður á sama level þá verður ekkert hár nema undir sé skalli....
Magnús Þór Friðriksson, 29.3.2009 kl. 23:58
Ef trúleysi telst orðið til trúar þá flokkast væntanlega það að safna ekki frímerkjum til áhugamála.
En við skilgreinum orð vitanlega sjálf, ef þú skilgreinir allar mannanna skoðanir sem byggðar á trú Magnús þá er lítið við því að segja. En öll tenging orðsins við trúarbrögð er þá a.m.k. horfin.
Páll Jónsson, 30.3.2009 kl. 15:44
Munurinn á trú og trúleysi er einfaldlega sá að sá sem trúir tilbiður eitthvað eða einhvern, en sá sem er trúlaus, tilbiður ekki neitt. Þess vegna er ekki um trúboð að ræða heldur eingöngu verið að upplýsa fáfróðan almenning um bábiljur trúarinnar.
Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.