18.4.2009 | 23:30
Örlæti bræðranna... heilar 23 krónur í boði.
Móður minni bars voðalega flott bréf þar sem henni var boðin yfirtaka á þeim örfáu hlutum sem hún átti í Exista, fé sem hún í huga sér áleit tapað... en svo kom þessi móðgun frá Bakkavararbræðrum þar sem þeir buðu henni heilar 23 íslenskar krónur (samsvarar tæpum 0,14 ) fyrir hennar litla portfolio í Exista.
Ef þetta guðsvolaða fyrirtæki er ekki meira virði en það sem bræðurnir bjóða... þá á einfaldlega að gera þetta kompaný upp.
Að þeir bara vogi sér....
Ætlar að krefjast verðmats á Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið skelfing er ég sammála þér. Ég held að allir væru sáttir er þetta væri gert upp. Burt með hrægammana.
Halldór (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:36
Þetta bréf hef ég líka séð hjá fjölskyldumeðlimi og skil það sem grátbeðni um peningagjöf! Þeir sem skrifa undir svona eru að gefa pening....ekkert annað!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2009 kl. 13:11
Hva??... helv.... hefur átt stóran hlut. Mér var boðinn túkall fyrir minn hlut.
Oddur Helgi Halldórsson, 22.4.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.