6.5.2009 | 18:53
Olía er ekki munaðarvara!
Það er með eindæmum hvað það er sumu fólki ótamt að skilja það að olía er ekki munaðarvara! Ég þarf að aka 100 km á dag til og frá vinnu. Við hjónin förum (eðlilega) bæði í sama bílnum og svo bíður annað okkar eftir því að hitt ljúki vinnu. Við erum þó allaveganna svo heppin að hafa vinnu í dag (7-9-13).
Núna segir eflaust einhver 101-álfurinn að maður eigi að nýta sér almenningssamgöngurnar, sem þó standa mörgum til boða, en eins og staðan er í dag þá eru þær of dýrar... nema ef að eldsneytisverð verði keyrt upp úr öllu valdi þannig að maður neyðist til að nota þær (sem lengir fjarveru okkar hjóna um næstum 2 tíma á dag frá börnunum)... eða hreinlega hafi ekki efni á því að vinna.
Áfengi og tóbak er alveg kjörið að hækka upp úr öllu valdi líka, því það býr til ný tækifæri fyrir smyglara og aðra misyndismenn... enda refsingar fyrir áfengis- og tóbakssmygl "skiðogingenting" miðað við dópsmygl.
... tala nú ekki um vísitöluáhrifin af því að hækka allt miskunarlaust... enda verður þeirri heilögu kú aldrei slátrað.
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já einmitt, eru þessar "munaðar"vörur ekki bundnar í vísitölu útreikninga þessara snillinga? ?
Þeir fatta það líklegast ekki að ef þessar vörur hækka, þá hækkar nú líklegast verðbólgu mælingin, og þá er vísast rétt hjá þeim í SÍ að hækka stýrivextina enn meira!
Ruglustrumpar (afsakaðu orðbragðið)
Kv EJE
Eggert J. Eiríksson, 6.5.2009 kl. 19:34
Ja þvílíkt frændi. Ég fer alltaf á bíl í vinnuna (og heim í hádeginu (lúxus !!)) Auðvitað ætti ég að ganga í vinnuna til að spara. Ég tek bensín á "forstjórabílinn" svona cirka á 5 vikna fresti, en það má kannski rekja til þess hvað er stór tankur á honum. Ég held hann sé 35 lítra.
Hins vegar ef þið farið með rútu yfir Hellisheiðina, getið þið gert eins og parið sem fór með Ólafi Ketilssyni hérna forðum!!!!
Oddur Helgi Halldórsson, 6.5.2009 kl. 22:37
Það gagnast þeim sem eiga peninga á bók t.d. Steingrími Joði og það gagnast verkaliðsfélögum og lífeyrissjóðum að verðbólga sé í það minsta svo "góð" að þau fái "góða" raunvexti.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 22:38
Það er ekki laust við það að maður bíði spenntur eftir ákvörðun "peningastefnu(leysis)nefndar" á morgun. Ef þeir lækka ekki vexti hressielga... þá fer allt í bál og brand. Ég held að ráðamenn geri sér enga grein fyrir því hversu margir eru komnir upp að vegg og munu bregðast við eins og særð dýr!
Ástandið ver víða að vera skuggalegt...
Magnús Þór Friðriksson, 6.5.2009 kl. 23:20
Já það verður "gaman" að sjá, ég held að ráðamenn séu soldið lokaðir yfir tölum og sjá ekki hvað er að gerast, sum sé ekki orðið.
Jæja Maggi, það verður Barcelona, hvernig líst þér á?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 23:26
Ef vörnin hjá okkar mönnum spilar eins og hún á að gera, og vörnin hjá Barcelona (sem verður reyndar meira og minna í banni) spilar eins og í kvöld... þá verður titillinn varinn. Hef reyndar mikla samúð með Chelsea, þó svo að þeir geti bara sjálfum sér um kennt að vera ekki löngu búnir að afgreiða þennan leik. En ekki vildi ég vera Nojari í London í kvöld... Vá, þvíumlikt sem dómarinn drullaði upp á hnakka...
Magnús Þór Friðriksson, 6.5.2009 kl. 23:47
Ó, ég sá ekki leikinn, ég er mjög skrýtinn fótboltabulla - horfi bara á mína menn og veit oft ekki einu sinni við hvern þeir eru að spila og í þokkabót er ég mun seinni en þeir að skipta um vallarhelming þegar ég er að glápa.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.