4.6.2009 | 19:09
Hvað eiga þá píparar að segja???
Fyrst af öllu vil ég taka það fram að ég ber fyllstu virðingu fyrir hjúkrunarfræðingum... ja... reyndar öllum heilbrigðisstéttum ef því er að skipta, en þarna er viðkvæmnin komin á það stig að gagnrýnin varð að engu hjá henni.
Hvað ætti þá pípulagningamenn að segja þegar það er verið að nota "píparaskoruna" í auglýsingum sem eitthvað sem ber að forðast?
Það eina sem þessi ágæta kona hafði upp úr þessu er það að hún tjáði sig, mbl.is skrifaði frétt um það.... og núna veit ég að Poulsen er með framrúður. Þannig má segja að það hafi verið hjúkka, og það íslensk með allaveganna fjögura ára háskólanám að baki, sem benti mér á það að maður getur farið annað en til Orku/Snorra G. í framrúðuskipti... ég þarf nefnilega að skipta um framrúðu í bílnum mínum.
Takk fyrir ábendinguna Elsa B. Friðfinnsdóttir... það kann vel að vera að þú hafir bjargað lífi fjölskyldu minnar með þessu ósætti þínu við Poulsen.
Ósátt við auglýsingabækling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er varla hægt að bera þetta saman við rassaskoru á pípurum. Pípararassar eru varla bendlaðar við klám eða kynvitund manna en konur eru endalaust klámgerðar í auglýsingabransanum og það hlýtur að vera eðlilegt að mótmæla því þegar heilar fagstéttir eru notaðar í þeim tilgangi. Það er með ólíkindum að fólki finnist þetta í lagi.
linda (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:34
Magnús Þór, verðum við ekki bara að umbera ( kannski klámfengið orð umBERA ) þá sem sjá klám útúr öllu. Mér var sagt frá manneskju sem var föst í svona hugsunum, henni ( manneskjunni alltso ) var bent á að fara til Sála, sem hún gerði. Sáli tók blað og blýant og gerði tvö strik á blaðið, rétti yfir borðið og spurði hvað þettað væri, sá eða sú bilaði(a) sagði ,, maður og kona að geraða ". Hmmmm hugsaði Sáli og gerði fleiri blöð með strikum, mismunandi þó. Alltaf svaraði sjúkl því sama ,, maður og kona að geraða ". Á endanum sagði Sáli ,, ég sé að það er aðeins eitt sem kemst að í höfðinu á þér... Samfarir ". Þá svaraði sá bilaði ,, já, hvernig á annað að vera þegar þú sýnir mér bara klámmyndir "......
Björn Jónsson, 4.6.2009 kl. 21:47
hvað er verið að "klámgera"? Læknir er fenginn til að lækna veikt fólk, bifvélavirki er fenginn til að laga bíl, hann er bílalæknir. Hvernig er hægt að skilgreina lækni frá bifvélavirkja? Gæti verið hlustunarpípa eða læknabúningur. Ef það hefði verið notuð hlustunarpípa, hefði Elsa sagt að það væri verið að leggja heyrnarskerta í einelti. Hjúkkubúningurinn er flottur, fyrirsætan fangar athygli manns....hún er bara bílalæknir! Með kíttissprautu og stillir sér upp eins og James Bond. Klám er það síðasta sem mér datt í hug þegar ég sá þennan bækling. Það á að líkja þessu við "plummerinn". En hrikalegt að vita til þess að Elsa hjúkka er með klám á heilanum
sterlends, 5.6.2009 kl. 10:27
Linda... ég sagði ekki orð um klám né kynlíf þegar ég nefndi píparaskoruna. En þessi stétt (píparar) fá stanslausar óverðskuldaðar skítaglosur fyrir það að skoran sé sýnileg. Það er notaði í þeim tilgangi að benda á eitthvað ógeðfellt, ósmekklegt og ýmislegt þaðan af verra. Móðgast þeir? Nei... þeir hafa bara skipt yfir í smekkbuxur og málið er dautt!
Meiri andskotans viðkvæmnin í fólki og það er greinilegt að fólk les bara það út úr hlutum sem það ætlar sér að lesa út úr þeim.
"The beauty is in the eye of the beholder" (as goes for the filth)
Magnús Þór Friðriksson, 11.6.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.