11.6.2009 | 11:36
£ 136.000.000 á innan við viku!
Það er nokkuð ljóst að "Bruðli" er mættur við stjórnvölinn hjá Real Madrid á nýjann leik eftir að hafa verið kældur niður í nokkur ár frá því að hann setti þá, í raun og veru, á hausinn hér um árið. Það er því nokkuð ljóst að það þarf að ganga vel á eftr því að þeir borgi fyrir hann, því það hefur nú svo sem loðað við lið frá Spáni að borga bæði seint, illa og helst ekki neitt. Það er nokkuð ljóst að bæði Kaka og Ronaldo verða ekki á neinum sultarlaunum hjá hinu konunglega félagi, þannig að það mun renna hratt úr fjárhirslum þeirra hvítklæddu.
En það stefnir í það að Ronaldo sé að fara frá Old Trafford eftir einstakann sex ára feril, og hann er ekki nema 24 ára gamall drengurinn, þannig að hann á mörg góð ár eftir.
Ég vil, eins og allir aðrir stuðningsmenn United, þakka Ronaldo fyrir frábær störf síðast liðin 6 ár og óska honum alls hins besta í framtíðinni.
...gallinn við svona sölu er að núna snarhækka allir leikmenn, sem Man U sýna minnsta áhuga á, í verði svo um munar.
United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.