3.7.2009 | 00:07
Hargraves verður þá ekki jafn einmanna hjá sjúkraþjálfaranum!
Maður tekur þessum fréttum með talsverðum fyrirvara... ég skal trúa þessu þegar hann staulast á hækjunum inn á OT, studdur af SörAlex og Bobby Charlton.
Ef hann næði að halda heilsu í lengri tíma, þá er það ekki spurning að hann er með betri leikmönnum sem Tjallar hafa alið og væri því fengur fyrir hvaða lið sem er...
...en, ég er andskoti hræddur um að hans langa og sorglega meiðslasaga sé ekki til að byggja nein framtíðarplön á. Hann getur þó allaveganna haldið hinum Owen-inum (Hargraves) félagsskap hjá sjúkraþjálfaranum.
Owen sagður á leið til Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er markheppinn andskoti. Væri kannski hægt að gera við hann launasamning sem byggist á spiluðum leikjum, alls ekki hægt að stóla á hann til lengdar. En hann væri fínn sem backup fyrir Berbatov og Rooney, án samnings að auki.
Jon Hr (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:39
ég verð víst að éta þetta allt ofaní míg!
Maðurinn stóðst stranga læknisskoðun og er í ágætis formi... kannski þarf Berbinn að hafa áhyggjur af "fasta" sætinu sínu sem hann sá í hyllingum eftir að Ronaldo og Tevez fóru... það er nokkuð öruggt að Owen er það góður að ég tel hann eiga raunhæfann möguleika á föstu sæti í byrjunarliði.
Magnús Þór Friðriksson, 4.7.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.