23.9.2009 | 15:49
Þarna lenti vinningurinn á réttum stað!
Maður verður einfaldlega glaður af því að frétta af því að svona bitastæður vinningur lendir hjá manneskju sem virkilega þarf á honum að halda.
Ég vil óska þessari heppnu konu innilega til hamingju með vinninginn og vona að hann létti á hennar áhyggjunum og búi henni og hennar barni örugga framtíð.
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ, veistu, ég er ekki alveg viss um að Mogginn sé á réttri leið með að birta fréttir af lottóvinningum.
Það er engin tilviljun að happdrætti eru iðulega kölluð heimskuskattur, -þetta er iðja sem laðar að fólk sem skortir oftar en ekki getuna til að skipuleggja fjárhag sinn og útgjöld, sýna aga, ábyrgð og fyrirhyggjusemi í fjármálum.
Hinn dæmigerði happdrættiskaupandi hefur bjagaða sýn á hvað tölfræðilegu líkurnar eru á móti honum og lætur glepjast af einhverri undarlegri hugmynd um að kosmósinn sé honum í hag umfram aðrar manneskjur.
Þetta er fólkið sem stólar á það að hlutirnir reddist, fyrir eitthvert kraftaverk, frekar en taka ábyrgð á eigin gjörðum.
Og svona fréttir bara auka ásókn þessa fólks í vitleysuna, og draga það enn frekar á langinn að það taki út nauðsynlegan þroska og aga.
Henni er eflaust mikil vorkun af aðstæðum sínum, þessari konu sem vann vinninginn, en svei mér þá ef lýsingin passar ekki einmitt við hinn stereótýpiska lottóspilara, eða hvað? : einstæð móðir (óskipulagðar, óábyrgar barneignir), atvinnulaus og búin að missa heimilið (ofskuldsett, enginn varasjóður, lítið atvinnuöryggi).
...og þrátt fyrir allt þetta ákvað hún að eyða þvi litla sem eftir var af peningunum í lottómiða! Geturðu ímyndað þér brenglaðan hugsunarháttinn? Veruleikaflóttann?
Promotor Fidei, 23.9.2009 kl. 17:16
Glasið er sem sagt hálftómt hjá þér...?
Magnús Þór Friðriksson, 24.9.2009 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.