Ef við tækjum upp € í dag...

Eins og umræðan var hérna í denn (síðustu viku), þá áttum við bara að taka upp Evruna einhliða. Hvað hefðum við haft upp úr því annað en að verða að annars, jafvel þriðja flokks ríki í Evrópu?

Ef við tækjum upp Evru í dag, þá væri þetta Ísland í dag (miðað við gengi Seðlabankans):

Lágmarkstekjur afgreiðslufólks fyrir fulla vinnu: 142.450 á mánuði = € 802,5

Lágmarkstekjur skrifstofufólks fyrir fulla vinnu: 161.230 á mánuði = € 908,34

Þetta líkist frekar launatölum frá A-Evrópu frekar en þeim tölum sem við eigum að venjast. Þetta er raunveruleikinn sem við búum við í dag. Eina leiðin til að lyfta þessu er að lappa upp á krónuna okkar og að við leggjumst öll á eitt með það verk. Það hefst ekki með því að eyða tíma í óþarfa orðagjálfur sem vitað er að leiði ekki til neins nema að einn dagur í björgunaraðgerðum fer til spillis. Það hefst heldur ekki með því að við séum stanslaust að grafa undan okkur sjálfum með misgáfulegum yfirlýsingum um hversu ónýt krónan er, hversu getulaus stjórnvöld eru, hversu vond löggan er og þar fram eftir götum.

Rífum okkur upp á rassgatinu! Drullumst til að gera eitthvað sem leiðir til einhvers uppbyggilegs og áþreifanlegs árangurs.

En þar verða stjórnvöld að fara á undan og gera eitthvað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Auðvitað snýst þetta ekki um neitt annað en að selja fyrir meira en við kaupum. Þetta með bleyjurnar (sem mín börn eru löngu hætt að nota) þá verðum við alltaf að flytja inn vissar vörur og þjónustu, hjá því verður ekki komist. En það sem við getum gert til að strykja krónuna er að kaupa frekar íslenskt en influtt. Eiga bílinn okkar í eitt eða tvö ár í víðbót, fara í göngu- eða hjólatúr með fjölskylduna í stað "sunnudagsrúntsins", fara betur með og nýta það sem við eigum nú þegar.

Held að hann Páll Óskar hafi hitt naglan á höfuðið þegar hann dásamaði gamla NOKIA 6110 gemsanum sínum.

Magnús Þór Friðriksson, 24.11.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband