17.2.2009 | 11:06
Krypplingur af Vodka...
VÁ!! Lesa yfir bullið áður en ýtt er á "enter". "jafnvirði hátt í 2.900 íslenskar krónur, á því að taka stöðu gegn rúblunni" .... vanda sig.
Þetta dekkar að kaupa sér kryppling af Vodka í ríkinu... eða jafnvel heilflösku í fríhöfninni. Þá myndi ég frekar nota dollarana, því maður fær mikið meira bús fyrir 25 miljarða US$, en fyrir 2.900 kall.
Segið svo að krónan hafi verið of sterk 2007...
Græddu á falli rúblunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 21:03
Heilkenni götunnar í Selásnum...
Ýmsir frasar hafa heyrst frá stjórnarliðum síðastliðna mánuði...
"Erlenda Sérfræðinga" - "Fara vel yfir hlutina" - og svo þegar í stjórn er komið, þá er bara drullað yfir eigin yfirlýsingar...
Trúverðugt eða þannig...
Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 10:46
Þetta líkar mér!!
Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir. Það er alveg með eindæmum að hann skuli ennþá halda þessum háa standard sem hann gerir.
Vona að hann sleppi við meiðslavesen.
Ryan Giggs hvergi nærri hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 09:15
Hingað til hefur Sigurður getað tjáð sína skoðun umbúðalaust...
Alveg merkilegt að honum Sigurði Líndal, sem hefur verið hirðálitsgjafi eldri stjórnarandstöðuafla í lagalegum málum, verður svarafátt um lagalega stoð væntanlegs brottreksturs Seðlabankastjóranna.
Er ekki lagalegt kjöt á beinum Davíðs-eineltisins??
Það er hægt að losna við menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2009 | 09:01
Önnur hlaupahugmynd...
BANKAHLAUPIÐ!
Sem gæti byrjað í Austurstræti (við Landsbankann), yfir Lækjatorg, upp Bankastræti, svo Laugaveginn (101 megin), fara svo út Rauðarárstíginn (framhjá Icebank), upp Miklubraut... inn Grensásveg... beint inn Ármúlann (gamla "Wall-Street") framhjá SPRON, niður Hallamúlann og út á Suðurlandsbraut, niður Kringlumýrarbraut og út á Kirkjusand (Glitnir), snúa svo við og fara í Borgartúnið framhjá Kaupþingi. Svo út Höfðatúnið út á Sæbraut beinustu leið að hinu þögla og drungalega Tónlistarhúsi.... sem er holdgerfingur brotlendingar íslenska bankakerfisins og kreppunar hér á landi.
Þar er hægt að halda miningastund um horfna tíma.
Þetta gæti eflaust orðið að "útflutningsvöru" og örugglega hægt að rukka dálaglegt þátttökugjald
p.s. Skora á gamla skólabróðir minn ofan af Skaga (sem er slarkfær hlaupari) að koma þessu á koppinn.
þessi færsla var fyrst byrt sem athugsemd hjá hallibjarna.blog.is
400 hlaupa Laugaveginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 13:56
Fimbulvetur framundan...
Ef marka má þessa frétt, og hina íslensku vísu:
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu.
Þá er fjandakornið ekki von á góðu... því í blíðunni í dag eru skuggarnir langir og skýrir.
Nú er bara að draga fram það sem maður á eftir af föðurlandinu, þ.e.a.s. það sem við sendum ekki til Englands um daginn og harka þetta af sér...
Punxsutawney Phil spáir löngum vetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 13:48
Gat nú verið...
Ég sem var að senda inn umsóknina um endurgreiðslu á vsk v/ vinnu á byggingastað.
Týpískt...
Endurgreiðsla VSK hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 08:46
Já, er það ekki...
Skjótt skipast veður í lofti. Hann blæs víst ekki lengur að suð-austan (lesið: frá Evrópu). Enda sýna kannanir að stuðningur við ESB fer snarminnkandi, og þá er slíkum málum droppað í "populismanum" sem er í gangi í sumum flokkum.
Það er grunnt á hið rétta eðli...
ESB ekki á dagskrá í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 20:39
Hver verður útkoman úr þessarri jöfnu?
IMF/VG+SF(B)=
Var VG ekki búið að gefa IMF "rauða spjaldið"?
IMF: Áætlunum sé fylgt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 18:23
Kaldhæðni dauðans!
Útvarp Matthildur:
"Nú líður óðum að eins árs afmæli frú Ólafíu, og hefur afmælisveislan þegar verið undirbúin. Verður þar mikið um veitingar, svo sem vínveitingar, stöðuveitingar, orðuveitingar og fjárveitingar. Stöðuveitingamaður verður M. Kjartansson. Í tilefni af afmælinu mun Seðlabankinn gefa út sérstakan matseðil sem hljóða mun svo:
Forréttur, sem aðeins verður veittur forréttindastéttinni, og í honum eru loforð, bitlingar, utanferðir og embætti. Þá verður súputeningunum kastað og borin fram fjármálasúpa sem þjóðin mun síðan súpa seyðið af. Þá verður skálað í fljótandi gengi. Aðalréttur kvöldsins verður réttur einstaklingsins, og verður hann fyrir borð borinn ásamt óhagstæðum greiðslujafningi. Í eftirrétt verður soðið naut á nývirki með blönduðum hagvöxtum ásamt reyktum samborgarahrygg. Í afmælinu mun forsætisráðherra flytja stutta vísitölu, og eru þá önnur skemmtiatriði óþörf".
Var Davíð að leggja sjálfum sér lífsreglurnar þarna??!?!!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)