26.1.2009 | 18:07
Utanþingsstjórn aðila sem þekkja til mála
Er nokkuð annað að gera en að setja utanþingsstjórn, og það strax. Það eru aðilar "á lausu" í þjóðfélaginu með margra ára reynslu í djobbinu. Svona gæti hún litið út:
Forsætisráðherra: Davíð Oddsson - Reyndastur allra! Punktur.
Utanríkisráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson - Segir öllum til syndanna
Fjármálaráðherra: Jón Sigurðsson - Kann þetta með bundið fyrir augun
Heilbrigðisráðherra: Kári Stefánsson - Hefur óheftan aðgang að gagnagrunninum
Félagsmálaráðherra: Lalli Jones - ...
Menntamálaráðherra: Guðmundur í Byrginu - Vanur ungviðinu
Dómsmálaráðherra: Ólafur H. Kjartansson - Innheimtumaður #1
Samgönguráðherra: Sturla Jónsson - Hefur verið bílstjóri í "tött-a-femm-ár"
Umhverfisráðherra: Rannveig Rist - Þekkir vel til umhverfisspjalla
Viðskiptaráðherra: Hannes Smárason - Kann ÖLL Trikkin í bókinni, líka þau sem eru óþekkt.
Iðnaðarráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir - Engin vafamál á borðinu þar. ALLT BANNAÐ!
Sjávarútvegsráðherra: Ásmundur Jóhannsson (Kvótalaus frá Sandgerði)
Landbúnaðarráðherra: Guðni Ágústsson (Atvinnulaus sérfræðingur)
Þessir drulla varla meira upp á bak en hinir.....
p.s. DJÓK!!!!
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 23:49
Ekki að ég þykist hafa mikið vit á þessu...
...en maður fær samt á tilfinninguna að upplausnin sé í hámarki í þjóðfélaginu þessa dagana.
Björvin G. tók hatt sinn og staf rétt eftir að hann var búinn að sópa út úr Suðurlandbraut 32. Ok, nú túlkar hver og einn þennan gjörning á sinn hátt. Hann segir sig og FME vera að axla sína ábyrgð á ástandinu, pólitískir andstæðingar hans (þeir sem væntalega skríða til Samfylkingarinnar á biðilsbuxunum eftir kosningar) kalla þetta pólitískan skrípaleik! Var þetta ekki það sem Björgvin gat uppfyllt af kröfum "Potta- og Pönnutrommara"? Mér kæmi ekki á óvart að hans nánustu hafi grátbeðið hann um að koma sér burt úr þessum skrípaleik.
Svo er það Davíð og Seðlabankinn... það er annar kapítuli út af fyrir sig og verðugt rannsóknarverkefni fyrir hinar ýmsu fræðigreinar. Á meðan Davíð var í pólitík, þá taldi ég þar vera á ferð einhvern mesta og merkasta sjórnmálamann sem við Íslendingar höfum alið. En ég verð að viðurkenna að hann féll um margar deildir í huga mínum þegar hann ákvað að fara á elliheimili afdankaðra pólitíkusa; Seðlabankann! Af hverju? Ég hefði frekar viljað sjá hann fara heim í Skerjafjörðin þar sem hann hefði sent frá sér hverja bókina á fætur annarri... ég hefði keypt þær allar! Nei... hann varð að komast í stól við Kalkofnsveg. Þar hefur hann gert hvað? Haldið stýrivöxtum og þar með gengi krónunar óeðlilega háu um árabil, og samkvæmt minni heimilshagfræði þá gerði það að verkum að erlendir penigar flæddu inn á markaðinn.. og við íslendingar erum svo ginnkeypt fyrir lánum. Best væri fyrir karlinn að pilla sér út í Seðlabankanum sjálfviljugur, en ég held að hann ætli fyrr að láta reka sig. Hvaða digurbarkalegur yfirlýsingar voru þetta hjá honum um að hann vissi sko alveg hver gerði hvað og hvers vegna og svo framvegis. Maður segir ekki A án þess að segja B. Ef hann er með eitthvað hreðjatak á einhverjum úti í bæ, sérstaklega ef það er stjórnmálaflokkur, þá á hann bara að láta það gossa og viðkomandi taka þá afleiðingum gjörða sinna (eða þess sem ekki var gert)... ef það er þá eitthvað...
Nei, það er nógu helvíti mikið að í þessu þjóðfélagi þó svo að þeir sem eiga að leysa þau mál séu nú ekki að auka á þau með sjónarspili, uppákomum og barnaskóladramatík. Ég, eins og allir aðrir vil vita hvað er verið að gera, hvað á að gera og hvernig sé hægt að snúa þróuninni við... bara smá upplýsingar, það er það sem ég vil.
Flokkstryggð mín er í hættu, því nú mun sá stjórnmálaflokkur sem býður upp á lausnir og aðgerðir sem munu virka til að bæta ástandið fá mitt atvæði í komandi kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 12:03
Já takk!
Þetta eru sannarlega góðar fréttir fyrir okkur United menn. Vona bara að Giggs sleppi við meiðsli og önnur leiðindi, og taki boðinu og skrifi undir.
Með fullri virðingu fyrir öllu gömlu hetjunum sem hafa klæðst rauðu treyjunni, þá stendur Ryan Giggs orðið hátt upp úr þeim skara. Hann er einfaldlega þeirra allra fremstur.
Giggs boðinn nýr samningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 01:47
Þessi snjóbolti á eftir að rúlla niður langa brekku...
...og verður annað hvort að snjóflóði, eða snarstoppar á kletti.
Forvitnilegt um hvaða refsiábyrgð gæti hlotist af þessu... tala nú ekki umfordæmisgildið. Fjöður í hatt Vilhjálms, sem margir afgreiddu sem nöllara #1 á Íslandi fyrir hrun.
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 22:45
Vi får nog se hur det hela kommer att utvecklas...
Ef Þistilfirðingurinn stendur við stóru orðin og skilar öllum aurunum tilbaka til IMF, þá verður ekkert lán neinstaðar frá... og þá meina ég EKKERT LÁN! Punktur!
En, eins og heyra mátti (eða ekki) í Kastljói fyrr í vikunni, þá var fátt um svör við hvaða raunhæfu aðgerðir VG muni leggja til úrlausna hins hálsdjúpa haughúss sem við erum föst í þessa dagana.
Svíar standa við lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 11:01
Heitir hún nokkuð Vicky Pollard?
Vicky Pollard - mynd: BBC | Það er ekki laust við að maður láti sér detta í hug að Vicky Pollard, eða einhver hinna hundruð þúsunda fyrirmynda hennar í Bretlandi, hafi verið mamma þessa ólánssama drengs. Hversu illa steikt má manneskjan vera í höfðinu til að láta svona viðgangast. Kæmi mér ekki á óvart að hann hafi fengið smá lögg út í pelann sinn líka. (fyrir þá sem ekki þekkja til Vicky Pollard, þá er hún paródía á Féló-keisi (2B) í Bretlandi séð með augum félaganna í Little Britain. Mæli eindregið með því að nýgræðingar á LB-sviðinu leiti að myndskeiðum með "henni" á YouTube). Lýsing tekin af bbc.co.uk: Vicky Pollard is your common-or-garden teenage delinquent, the sort you can see hanging around any number of off licences in Britain, trying to persuade people going inside to buy them 10 fags and a bottle of White Lightening.
Whether nicking stuff from the supermarket or swapping her baby for a Westlife CD, Vicky reacts to any accusation with indignant outrage, while filling you in on 'this fing wot you know nuffin about'. |
Þriggja ára reykingamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2009 | 17:28
Þau læra það sem fyrir þeim er haft..
Það er ábyrgðarhluti af foreldri að hleypa börnum eftirlitslausum niður í bæ eins og mál hafa þróast... tala nú ekki um það ábyrgðarleysi að taka krakkana með í hávaðan og lætin. Hvaða boðskap taka þau með sér úr þessu? Að það sé í lagi að grýta lögreglumenn og opinberar byggingar? Að unglingar með hulin andlit séu cool af því að þeir þora að sparka í skyldi lögreglumanna?
Svo skilur fólk ekkert í virðingaleysi barna og unglinga gagnvart valdstjórninni... ÞAU LÆRA ÞETTA AF FULLORÐNA FÓLKINU!!!
Muna svo að mæta og mótmæla þegar næsta ríkisstjórn er búin að drulla upp á bak....
Börn að atast í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 22:53
OK! Segjum sem svo...
...að Geri rjúfi þing og boði til kosninga, hvað þá? Hvaða verður á matseðli stjórnmálaflokkanna annað en Skuldasúpa (með skylduábót), Gjaldþrotagljáð Allt-Í-Steik með Uppboðs og Fjárnámssósu og í eftirrétt Eymdar-mousse með heitri Blóð-svita-társsósu. rúnað af með lapþunnu kreppukaffi með atvinnuleysismola???
Hvaða aðgerðir boðar Nýja-Framsókn aðrar en hlutleysi gagnvart vinstri vængnum?
Hvaða húsráð úr Þistilfirðinum lumar Steingrímur á öðru en að segja IMF að fara til fj...
Hvað ætla Kratarnir að gera annað en að henda sér í björgunarbátana og róa í átt að Evrópu og vona að þeim verði tekið sem týnda syninum?
Hvað ætla Sjálfstæðismenn að gera sem þeir hafa ekki haft sig í síðustu 100 daga?? Synda á eftir Samfylkingunni í átt að Evrópu?
Hvað bjóða Frjálslyndir upp á annað en að veiða meiri Þorsk (sem Tjallarnir hafa ekki lengur efni á, því hann er orðinn of dýr fyrir þá)?
Ef það á að kjósa á næstunni, þá vil ég vita hvað verður á helv.. matseðlinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 17:06
Þetta eru ekki lengur mótmæli...
Sprengjum kastað að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 20:20
Barneignaleyfisveitinganefnd!
Samkvæmt þessu, þá er fyrir löngu orðið tímabært að allir þeir sem vilji verða foreldrar... upp á gamla mátann verið að sækja um leyfi til barneigna... því það er nú einu sinni þannig að svo til hver einasti ofbeldishneigði fituhlunkur með tæpa geðheilsu getur búið til barn upp á gamla mátann.
Auðvitað þarf að vera eftirlit með þessu, en það væri nær að horfa til annara hluta en BMI, kynhneigðar oþh... margir foreldrar deyja á hverjum degi um allan heim af öðrum orsökum en offitu.
Hræsnarar!
Of feitur til að ættleiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)