OK! Segjum sem svo...

...að Geri rjúfi þing og boði til kosninga, hvað þá? Hvaða verður á matseðli stjórnmálaflokkanna annað en Skuldasúpa (með skylduábót), Gjaldþrotagljáð Allt-Í-Steik með Uppboðs og Fjárnámssósu og í eftirrétt Eymdar-mousse með heitri Blóð-svita-társsósu. rúnað af með lapþunnu kreppukaffi með atvinnuleysismola???

Hvaða aðgerðir boðar Nýja-Framsókn aðrar en hlutleysi gagnvart vinstri vængnum?

Hvaða húsráð úr Þistilfirðinum lumar Steingrímur á öðru en að segja IMF að fara til fj...

Hvað ætla Kratarnir að gera annað en að henda sér í björgunarbátana og róa í átt að Evrópu og vona að þeim verði tekið sem týnda syninum?

Hvað ætla Sjálfstæðismenn að gera sem þeir hafa ekki haft sig í síðustu 100 daga?? Synda á eftir Samfylkingunni í átt að Evrópu?

Hvað bjóða Frjálslyndir upp á annað en að veiða meiri Þorsk (sem Tjallarnir hafa ekki lengur efni á, því hann er orðinn of dýr fyrir þá)?

Ef það á að kjósa á næstunni, þá vil ég vita hvað verður á helv.. matseðlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála tvöfaldur nafni og nýr bloggvinur.

Er ringlaður í dag hvað maður ætti að velja og hallast bara að því að maður sjái hvort trúverðug, ný, framboð koma fram á næstu vikum.  

Vandinn er nefnilega ekki horfinn með brotthvarfi Geirs og Ingibjargar.  Alls ekki.

Magnús Þór Jónsson, 21.1.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þakka þér fyrir að vilja vera bloggvinur minn en er með bloggið mitt lokað vegna þess að ég vil ekki svara (og get ekki) skítkasti þeirra sem ekki þola skoðanir mínar. 

Bestu kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Sælt veri fólkið.

Já það er nokkuð ljóst að þeir kostir sem standa til boða í dag eru harla rýrir. Nokkuð merkilegt að sumir þola illa að fólk sé ekki sammála þeim. Hef verið kallaður heigull, eldhúsborðsnöldrari og margt fleira sem mig langar ekki að hafa eftir vegna þess að ég er ekki hlynntur því hvaða stefnu mál hafa tekið síðustu daga.

Munum það að þeir sem fara fremst í flokki með lætin eru Hard-Core mótmælendur með reynslu frá "Saving Iceland". Muna ekki allir hvað 95% þjóðarinnar fannst um þá...

Magnús Þór Friðriksson, 21.1.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband