Færsluflokkur: Bloggar
4.2.2009 | 09:01
Önnur hlaupahugmynd...
BANKAHLAUPIÐ!
Sem gæti byrjað í Austurstræti (við Landsbankann), yfir Lækjatorg, upp Bankastræti, svo Laugaveginn (101 megin), fara svo út Rauðarárstíginn (framhjá Icebank), upp Miklubraut... inn Grensásveg... beint inn Ármúlann (gamla "Wall-Street") framhjá SPRON, niður Hallamúlann og út á Suðurlandsbraut, niður Kringlumýrarbraut og út á Kirkjusand (Glitnir), snúa svo við og fara í Borgartúnið framhjá Kaupþingi. Svo út Höfðatúnið út á Sæbraut beinustu leið að hinu þögla og drungalega Tónlistarhúsi.... sem er holdgerfingur brotlendingar íslenska bankakerfisins og kreppunar hér á landi.
Þar er hægt að halda miningastund um horfna tíma.
Þetta gæti eflaust orðið að "útflutningsvöru" og örugglega hægt að rukka dálaglegt þátttökugjald
p.s. Skora á gamla skólabróðir minn ofan af Skaga (sem er slarkfær hlaupari) að koma þessu á koppinn.
þessi færsla var fyrst byrt sem athugsemd hjá hallibjarna.blog.is
![]() |
400 hlaupa Laugaveginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 13:56
Fimbulvetur framundan...
Ef marka má þessa frétt, og hina íslensku vísu:
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu.
Þá er fjandakornið ekki von á góðu... því í blíðunni í dag eru skuggarnir langir og skýrir.
Nú er bara að draga fram það sem maður á eftir af föðurlandinu, þ.e.a.s. það sem við sendum ekki til Englands um daginn og harka þetta af sér...
![]() |
Punxsutawney Phil spáir löngum vetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 13:48
Gat nú verið...
Ég sem var að senda inn umsóknina um endurgreiðslu á vsk v/ vinnu á byggingastað.
Týpískt...
![]() |
Endurgreiðsla VSK hækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 08:46
Já, er það ekki...
Skjótt skipast veður í lofti. Hann blæs víst ekki lengur að suð-austan (lesið: frá Evrópu). Enda sýna kannanir að stuðningur við ESB fer snarminnkandi, og þá er slíkum málum droppað í "populismanum" sem er í gangi í sumum flokkum.
Það er grunnt á hið rétta eðli...
![]() |
ESB ekki á dagskrá í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 20:39
Hver verður útkoman úr þessarri jöfnu?
IMF/VG+SF(B)=
Var VG ekki búið að gefa IMF "rauða spjaldið"?
![]() |
IMF: Áætlunum sé fylgt eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 18:23
Kaldhæðni dauðans!
Útvarp Matthildur:
"Nú líður óðum að eins árs afmæli frú Ólafíu, og hefur afmælisveislan þegar verið undirbúin. Verður þar mikið um veitingar, svo sem vínveitingar, stöðuveitingar, orðuveitingar og fjárveitingar. Stöðuveitingamaður verður M. Kjartansson. Í tilefni af afmælinu mun Seðlabankinn gefa út sérstakan matseðil sem hljóða mun svo:
Forréttur, sem aðeins verður veittur forréttindastéttinni, og í honum eru loforð, bitlingar, utanferðir og embætti. Þá verður súputeningunum kastað og borin fram fjármálasúpa sem þjóðin mun síðan súpa seyðið af. Þá verður skálað í fljótandi gengi. Aðalréttur kvöldsins verður réttur einstaklingsins, og verður hann fyrir borð borinn ásamt óhagstæðum greiðslujafningi. Í eftirrétt verður soðið naut á nývirki með blönduðum hagvöxtum ásamt reyktum samborgarahrygg. Í afmælinu mun forsætisráðherra flytja stutta vísitölu, og eru þá önnur skemmtiatriði óþörf".
Var Davíð að leggja sjálfum sér lífsreglurnar þarna??!?!!?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 18:07
Utanþingsstjórn aðila sem þekkja til mála
Er nokkuð annað að gera en að setja utanþingsstjórn, og það strax. Það eru aðilar "á lausu" í þjóðfélaginu með margra ára reynslu í djobbinu. Svona gæti hún litið út:
Forsætisráðherra: Davíð Oddsson - Reyndastur allra! Punktur.
Utanríkisráðherra: Jón Baldvin Hannibalsson - Segir öllum til syndanna
Fjármálaráðherra: Jón Sigurðsson - Kann þetta með bundið fyrir augun
Heilbrigðisráðherra: Kári Stefánsson - Hefur óheftan aðgang að gagnagrunninum
Félagsmálaráðherra: Lalli Jones - ...
Menntamálaráðherra: Guðmundur í Byrginu - Vanur ungviðinu
Dómsmálaráðherra: Ólafur H. Kjartansson - Innheimtumaður #1
Samgönguráðherra: Sturla Jónsson - Hefur verið bílstjóri í "tött-a-femm-ár"
Umhverfisráðherra: Rannveig Rist - Þekkir vel til umhverfisspjalla
Viðskiptaráðherra: Hannes Smárason - Kann ÖLL Trikkin í bókinni, líka þau sem eru óþekkt.
Iðnaðarráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir - Engin vafamál á borðinu þar. ALLT BANNAÐ!
Sjávarútvegsráðherra: Ásmundur Jóhannsson (Kvótalaus frá Sandgerði)
Landbúnaðarráðherra: Guðni Ágústsson (Atvinnulaus sérfræðingur)
Þessir drulla varla meira upp á bak en hinir.....
p.s. DJÓK!!!!
![]() |
Skapa þarf samfélagslegan frið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 23:49
Ekki að ég þykist hafa mikið vit á þessu...
...en maður fær samt á tilfinninguna að upplausnin sé í hámarki í þjóðfélaginu þessa dagana.
Björvin G. tók hatt sinn og staf rétt eftir að hann var búinn að sópa út úr Suðurlandbraut 32. Ok, nú túlkar hver og einn þennan gjörning á sinn hátt. Hann segir sig og FME vera að axla sína ábyrgð á ástandinu, pólitískir andstæðingar hans (þeir sem væntalega skríða til Samfylkingarinnar á biðilsbuxunum eftir kosningar) kalla þetta pólitískan skrípaleik! Var þetta ekki það sem Björgvin gat uppfyllt af kröfum "Potta- og Pönnutrommara"? Mér kæmi ekki á óvart að hans nánustu hafi grátbeðið hann um að koma sér burt úr þessum skrípaleik.
Svo er það Davíð og Seðlabankinn... það er annar kapítuli út af fyrir sig og verðugt rannsóknarverkefni fyrir hinar ýmsu fræðigreinar. Á meðan Davíð var í pólitík, þá taldi ég þar vera á ferð einhvern mesta og merkasta sjórnmálamann sem við Íslendingar höfum alið. En ég verð að viðurkenna að hann féll um margar deildir í huga mínum þegar hann ákvað að fara á elliheimili afdankaðra pólitíkusa; Seðlabankann! Af hverju? Ég hefði frekar viljað sjá hann fara heim í Skerjafjörðin þar sem hann hefði sent frá sér hverja bókina á fætur annarri... ég hefði keypt þær allar! Nei... hann varð að komast í stól við Kalkofnsveg. Þar hefur hann gert hvað? Haldið stýrivöxtum og þar með gengi krónunar óeðlilega háu um árabil, og samkvæmt minni heimilshagfræði þá gerði það að verkum að erlendir penigar flæddu inn á markaðinn.. og við íslendingar erum svo ginnkeypt fyrir lánum. Best væri fyrir karlinn að pilla sér út í Seðlabankanum sjálfviljugur, en ég held að hann ætli fyrr að láta reka sig. Hvaða digurbarkalegur yfirlýsingar voru þetta hjá honum um að hann vissi sko alveg hver gerði hvað og hvers vegna og svo framvegis. Maður segir ekki A án þess að segja B. Ef hann er með eitthvað hreðjatak á einhverjum úti í bæ, sérstaklega ef það er stjórnmálaflokkur, þá á hann bara að láta það gossa og viðkomandi taka þá afleiðingum gjörða sinna (eða þess sem ekki var gert)... ef það er þá eitthvað...
Nei, það er nógu helvíti mikið að í þessu þjóðfélagi þó svo að þeir sem eiga að leysa þau mál séu nú ekki að auka á þau með sjónarspili, uppákomum og barnaskóladramatík. Ég, eins og allir aðrir vil vita hvað er verið að gera, hvað á að gera og hvernig sé hægt að snúa þróuninni við... bara smá upplýsingar, það er það sem ég vil.
Flokkstryggð mín er í hættu, því nú mun sá stjórnmálaflokkur sem býður upp á lausnir og aðgerðir sem munu virka til að bæta ástandið fá mitt atvæði í komandi kosningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 01:47
Þessi snjóbolti á eftir að rúlla niður langa brekku...
...og verður annað hvort að snjóflóði, eða snarstoppar á kletti.
Forvitnilegt um hvaða refsiábyrgð gæti hlotist af þessu... tala nú ekki umfordæmisgildið. Fjöður í hatt Vilhjálms, sem margir afgreiddu sem nöllara #1 á Íslandi fyrir hrun.
![]() |
Gætu þurft að greiða út 35 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 22:45
Vi får nog se hur det hela kommer att utvecklas...
Ef Þistilfirðingurinn stendur við stóru orðin og skilar öllum aurunum tilbaka til IMF, þá verður ekkert lán neinstaðar frá... og þá meina ég EKKERT LÁN! Punktur!
En, eins og heyra mátti (eða ekki) í Kastljói fyrr í vikunni, þá var fátt um svör við hvaða raunhæfu aðgerðir VG muni leggja til úrlausna hins hálsdjúpa haughúss sem við erum föst í þessa dagana.
![]() |
Svíar standa við lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)