Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2009 | 11:01
Heitir hún nokkuð Vicky Pollard?
Vicky Pollard - mynd: BBC | Það er ekki laust við að maður láti sér detta í hug að Vicky Pollard, eða einhver hinna hundruð þúsunda fyrirmynda hennar í Bretlandi, hafi verið mamma þessa ólánssama drengs. Hversu illa steikt má manneskjan vera í höfðinu til að láta svona viðgangast. Kæmi mér ekki á óvart að hann hafi fengið smá lögg út í pelann sinn líka. (fyrir þá sem ekki þekkja til Vicky Pollard, þá er hún paródía á Féló-keisi (2B) í Bretlandi séð með augum félaganna í Little Britain. Mæli eindregið með því að nýgræðingar á LB-sviðinu leiti að myndskeiðum með "henni" á YouTube). Lýsing tekin af bbc.co.uk: Vicky Pollard is your common-or-garden teenage delinquent, the sort you can see hanging around any number of off licences in Britain, trying to persuade people going inside to buy them 10 fags and a bottle of White Lightening.
Whether nicking stuff from the supermarket or swapping her baby for a Westlife CD, Vicky reacts to any accusation with indignant outrage, while filling you in on 'this fing wot you know nuffin about'. |
![]() |
Þriggja ára reykingamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2009 | 17:28
Þau læra það sem fyrir þeim er haft..
Það er ábyrgðarhluti af foreldri að hleypa börnum eftirlitslausum niður í bæ eins og mál hafa þróast... tala nú ekki um það ábyrgðarleysi að taka krakkana með í hávaðan og lætin. Hvaða boðskap taka þau með sér úr þessu? Að það sé í lagi að grýta lögreglumenn og opinberar byggingar? Að unglingar með hulin andlit séu cool af því að þeir þora að sparka í skyldi lögreglumanna?
Svo skilur fólk ekkert í virðingaleysi barna og unglinga gagnvart valdstjórninni... ÞAU LÆRA ÞETTA AF FULLORÐNA FÓLKINU!!!
Muna svo að mæta og mótmæla þegar næsta ríkisstjórn er búin að drulla upp á bak....
![]() |
Börn að atast í lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 22:53
OK! Segjum sem svo...
...að Geri rjúfi þing og boði til kosninga, hvað þá? Hvaða verður á matseðli stjórnmálaflokkanna annað en Skuldasúpa (með skylduábót), Gjaldþrotagljáð Allt-Í-Steik með Uppboðs og Fjárnámssósu og í eftirrétt Eymdar-mousse með heitri Blóð-svita-társsósu. rúnað af með lapþunnu kreppukaffi með atvinnuleysismola???
Hvaða aðgerðir boðar Nýja-Framsókn aðrar en hlutleysi gagnvart vinstri vængnum?
Hvaða húsráð úr Þistilfirðinum lumar Steingrímur á öðru en að segja IMF að fara til fj...
Hvað ætla Kratarnir að gera annað en að henda sér í björgunarbátana og róa í átt að Evrópu og vona að þeim verði tekið sem týnda syninum?
Hvað ætla Sjálfstæðismenn að gera sem þeir hafa ekki haft sig í síðustu 100 daga?? Synda á eftir Samfylkingunni í átt að Evrópu?
Hvað bjóða Frjálslyndir upp á annað en að veiða meiri Þorsk (sem Tjallarnir hafa ekki lengur efni á, því hann er orðinn of dýr fyrir þá)?
Ef það á að kjósa á næstunni, þá vil ég vita hvað verður á helv.. matseðlinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 17:06
Þetta eru ekki lengur mótmæli...
![]() |
Sprengjum kastað að lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 20:20
Barneignaleyfisveitinganefnd!
Samkvæmt þessu, þá er fyrir löngu orðið tímabært að allir þeir sem vilji verða foreldrar... upp á gamla mátann verið að sækja um leyfi til barneigna... því það er nú einu sinni þannig að svo til hver einasti ofbeldishneigði fituhlunkur með tæpa geðheilsu getur búið til barn upp á gamla mátann.
Auðvitað þarf að vera eftirlit með þessu, en það væri nær að horfa til annara hluta en BMI, kynhneigðar oþh... margir foreldrar deyja á hverjum degi um allan heim af öðrum orsökum en offitu.
Hræsnarar!
![]() |
Of feitur til að ættleiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2009 | 11:25
Þá er bara að skella hryðjuverkalögum á Ísraela...
![]() |
Vinsældir Browns dvína ört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 10:13
Þá er maður orðinn að tölfræði...
Gleðilegt ár öllsömul, og takk fyrir það liðna.
Eins og fyrirsögnin segir, þá er ég orðinn að tölfræði... sem sagt búinn að missa vinnuna. Það þykja nú svo sem ekki mikil tíðindi í dag, því þetta er að gerast í hrönnum hjá fólki út um allt þessa síðustu og verstu. Ég er nógu gamall til að hafa upplifað það áður að vera án atvinnu og ég verð að viðurkenna að það var ekki góður tími. Munurinn á mér þá og í dag er sá að þá var ég skuldlaus og einn í heimili. Í dag er ég sex manns og með skuldir sem vaxa hraðar en góðu hófi gegnir, þökk sé blessaðri verðtryggingunni.
Samkvæmt öllu þá á ég að vera einn af þessum bitru, reiðu einstaklingum sem horfi upp á allt mitt vera í hættu. En það er bara ÉG sem get gert eitthvað í því að svo þurfi ekki að vera. Stjórnvöld eru ráðþrota og virðast ekki hugsa neitt til enda. Aðgerðir þeirra eru fálmkenndar og gerræðislegar og í besta falli torskiljanlegar. Maður skilur ekki af hverju þeir hækka bara ekki skatta í stað þess að ráðast í auknar gjaldtökur og vanhugsaðann niðurskurð í heilbrigðiskerfinu sem bitnar frekast á þeim sem ekki eiga það skilið. Skattahækkanir eru því miður óumflýjanlegar og best að taka því hundsbiti strax. Af hverju eru þeir að verja gengi krónunar (sem engin viðskipti eru með hvort eð er), með stýrivöxtum sem hafa ekkert upp á sig nema að fjárhagslegar fjöldaaftökur fyrirtækja og einstaklinga á næstu mánuðum. Stýrivextir eru notaðir til að slá á þenslu (virkar reyndar ekki á okkur íslendinga... við íslendingar sláum lán ef það stendur til boða... no matter what). Þar að auki hefur verðtryggingin blindað okkur gagnvart vaxtaprósentum, við berum ekki skynbragð á hvað hlutir kosta, því við erum nú einu sinni þannig gerð að ef við ráðum við að borga af hlutum, þá er allt í gúddý.
Hvað gera bændur þá?
Leggjast með tærnar upp í loft og deyja drottni sínum? - Nei.. ekki ég.
Mæta á Austurvöll og æpa Helvítis Fokking Fokk? - Til hvers?
Skella upp lambhúshettu og skíðagleraugum og vinna skemmdaverk? - Ennþá tilgangslausara...
Fara á vergang milli atvinnurekanda sem eru ekki að ráða neina í dag? - Já! Maður veit aldrei nema maður reyni.
Nýta það sem ég kann og get, með því skapa mér eitthvað sjálfur? - Já! Aldrei að vita nema það hlaupi á snærið.
Það er sama hvernig maður horfir á hlutina, það bjargar manni engin nema maður sjálfur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 08:57
Vá! Heilar 90 miljónir króna!...
Var nú þýðinga/gengisútreikningapúkinn eitthvað að þvælast fyrir blaðamönnum mbl.is eina ferðina enn?
Miðað við skriffinnsku og umsýslukostnað hjá kananum, þá ná þeir ekki svo mikið sem að drulla út eina skóflu fyrir þennan pening?
Voru þetta ekki 90 miljónir eitthvað annað?
![]() |
Babýlon rís á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 20:19
Þarna er glæpur á ferð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2008 | 09:47
Sýklahernaður?
Merkilegt hvað það hefur gengið greiðlega að koma þessu fyrrum blómstrandi landi til helvítis.
Eini sýklahernaðurinn sem herjar á þetta land er hin rotnandi ráðamannaelíta sem þar er við völd.
![]() |
Saka Breta um sýklahernað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)