3.4.2007 | 00:34
Eru páskaegg lyf gegn blog-leti?
Sælinú gott fólk!
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá hef ég verið blog-latur með eindæmum upp á síðkastið. Svo ég reyni nú að finna mér einhverskonar kústskaft til að skýla mér bakvið... þá hefur verið mökkbrjálað að gera hjá mér á öllum vígstöðvum, nema hvað ég skal viðurkenna að 1. apríl þá tók ég mér letidag ásamt fjarstýringunni og zappaði villt og galið á milli Discovery rása, lá í leti og drakk Kaffi / Pepsi Max.
En þessi langþráða letistund mín var bónusvinningur þess að ég fór í fermingarveislu hálfbróður dóttur minnar... summ-c eldra barn barnsmóður minnar.... huh... flókið?? Nei þetta er nú orðið alvanalegt á Íslandi í dag er það ekki? Burtséð frá því, þá var gaman að sjá blessaðann drenginn ná þessum áfanga, enda hefur hann mannast vel og við honum blasir ekkert nema björt framtíð og tækifæri verðug þess að nýta sér hvert sem örlögin leiða hann.
Þá er það pælingin... ætli páskafrí (sem verður örugglega nýtt að hluta til að vinna myrkrana á milli) verði nýtt til þess að halda smá aksjóni á blogginu?
Sjáum til hvort súkkulaðiegg með nammi, plasthænsnum og málshætti virki á blog-letina.
Þar til næst... farið vel með ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.