Frídagur! Hvað skal gera?

Jahérnahér! Það kom að því að maður tók sér dag í frí! Planið gekk út á það að plana ekki neitt og bara gera það sem manni langaði til akkúrat það augnablik. En það var ekki langt frá því að maður næði að missa af því þar sem mér tókst að sofa fram YFIR hádegi!!! Hef ekki gert það óþunnur í áraraðir...

Hvað um það ... drattast á lappir fullur skömm yfir því að hafa sofið svona lengi og kveikt á sjónvarpinu... ég rétt náði í síðustu 5 hringina á Formúlunni og náði þar að finna nýjann uppáhalds-dræver eftir að Kimi sveik lit og fór að aka um á Fiat (ferrari). Hamilton kom sá og sigraði í mínum huga enda er hann þegar orðinn sigursælasti nýliðinn í Formúlunni og gott er ekki öllu fjögurahjóla mótorsporti. Svo dagurinn var strax orðinn fínn.

Um það leiti þegar ég náði að klára að mylja stýrurnar úr hinu auganu, þá stakk konan upp á því að við myndum skreppa austur fyrir fjall í kaffi, en hin raunverulega ástæða fyrir hennar áhuga á austurferð var að sjá stöðuna á húsinu okkar.. ekki það.... við fengum kaffi hjá brósa. Eftir stutt stopp fyrir austan þá burruðum við beint í bæjin aftur og fórum í búðir... eitthvað sem við bæði hötum af lífi og sál... nema þegar kemur að því að endurnýja hluta af tölvuflota heimilisins sem er nú orðið býsna aðkallandi þar sem tölvan mín á 6 ára afmæli um þessar mundir, skjarinn jafn skýr og greinilegur og blautt frímerki, kæliviftan ámóta hávær og þrítugur Candy-ísskápur sem hefði getað fengið Gandhi sjálfann til að gleyma friðsamlegu leiðinni á augabragði... og vinnsluhraði sem minnir á Miklubraut við Lönguhlíð milli fjögur og fimm á föstudögum.... þegar 7 bíla aftanákeyrsluhalarófa (flott orð) er á annarri akgreininni og allir sem eiga leið hjá þurfa að tjónameta hvert eitt og einasta bílhræ. Þetta endaði allt með því að tölvurnar sem við völdum voru ekki til og ég er því að pkka þetta á gömlu maskinuna.

Svo var bara farið heim, slakað á.... étið... legið í leti og fyrr en varði þá var dagurinn bara búinn og kominn tími á að fara í bælið.... ræs 6:30 í fyrramálið.

Best að fara að sofa. Góða nótt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband