24.10.2008 | 23:50
Er Ísland bara BETA-útgáfan af stóru kreppunni?
Þegar maður ef búinn að ná hausnum upp úr bölsýnisdallinum og skoðar þá atburði sem hafa átt sér stað, eru að eiga sér stað og rýnir í átt að þeim sem munu eiga sér stað, þá er ekki laust við að maður fái þá tilfinningu að Ísland vara bara fyrsta landið til að skella á veggnum fjárhagslega.
Það er komið upp almennt, hnattrænt vantraust á bankakerfið, bæði innbirgðis hjá bönkum og sjóðum sem og almenningi. Það veit enginn neitt! Ég get röflað jafn gáfulega ofan í húfuna mína og vel borgaðir greinendur hjá bönkum og sjóðum, því það sem er að gerast og viðbrögð við því virðast ekki fylgja neinum lögmálum, nema því að hver er sjálfum sér næstur.
Þrátt fyrir að þúsundum miljarða hafi verið spýtt inn í bankakerfi heimsins, þá er það ekkert nema aum blóðgjöf í fossblæðandi mann. Engin hefur trú á því að uppgangur sé framundan, og því mun niðursveiflan (niðurgangurinn?) fóðra sig sjálfa.
Vogunarsjóðir í Bandaríkjunum eru við það að fara til helv**, ásamt krúnudjásni Kananna; General Motors. Hinum megin við Atlantshafið treður almenningur sparifé sínu undir kodda og í peningaskápa bakvið eftirlíkingar gömlu meistarana.
Ef einangrunarstefnan nær góðum tökum á heimsbyggðinni, þá á það eftir að koma verulega illa við kauninn á Kína, sem byggir nánast allann sinn uppgang á neysluhyggju vesturlandabúa. Þeir framleiða megnið af þeim veraldarhyggjuvarningi sem við höfum sannfært okkur um að við verðum að eiga og helst endurnýja reglulega, eins og Flatskjái, fartölvur (eða íhlutina í það minnsta) og annann neysluvarning sem við, sem og aðrir aðkrepptir vesturlandabúar munum spara við okkur á næstunni.
Þegar (ekki ef) Kína lendir í niðursveiflunni, þá mun þeirra eigin þörf fyrir málma, olíu, áburð, dýrafóður og fleira minnka, sem mun dýpka niðursveifluna enn frekar.
Þetta held ég því miður að sé í uppsiglingu, og við skulum búa okkur undir að aðrar þjóðir muni upplifa okkar bankakreppu, niðursveiflu og almenna volæði á næstunni... bara svo MIKLU STÆRRA!
Ísland er bara BETA-útgáfan af stóru kreppunni!
Mjög erfiðir tímar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.