11.11.2008 | 00:55
Hver sér um eignir Icesave?
Núna þegar hreppstjórar viðsvegar að á Bretlandi eru að senda erindreka sína hingað til að rukka okkur aumingjana hérna um útsvarið sem var lagt inn á Icesave-reikninga, þá er ekki laust við það að maður spyrji sig að því hvort eignir Icesave séu í höndum gamla Landsbankans? Var þetta ekki allt tekið með valdi af gjaldkerum hennar hátignar þegar við urðum hryðjuverkamenn? Ef svo er, þá vaknar sú spurning hvort að málið sé ekki úr okkar höndum? Eignir Icesave hljóta að vera á ábyrgð Breta og ef þeir ætla að halda einhverja brunaútsölu á þeim eignum og rukka okkur um mismunin, þá er fokið í flest.
Hvernig standa málin í Hollandi? Eru eignirnar þar á okkar (skilanefndarinnar) höndum eða hvað?? Ef einhver veit... plís settu inn athugasemd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svaraði Geir ekki einhvern tíman einhverju í þessum dúr á einhverjum af fundunum? Voru það kannski bara "væntingar"?
Davíð ætti í öllu falli á vita svarið? Viðskiptamálaráðherrann eða fjármálaráðherrann eða utanríkisráðherran vita kannski eitthvað. Hefurðu prófað að tala við einhvern í fjármálaeftirlitinu eða einhvern í Háskólanunum? Kannski getur þú prófað upplýsingar í Nýja Landsbankanum? Hvað með breska og hollenska sendiráðið?
Ég hreinlega veit ekkert í minn haus lengur svo þú græðir lítið á mér.
Mér finnst bara sorglegt að þessir vesalings útlensku "hreppstjórar" skuli vera að æða í vonlausa rukkunarferð til okkar þessara aumingja. Hverju búast þeir við? Geir sagði jú skírt og greinilega strax að við værum gjaldþrota og Davíðs fyrstu orð voru eitthvað í þá átt að við myndum ekki borga krónu til neinnra útlendinga.Það getur enginn kreist blóð úr steini: ekki satt!
Agla, 11.11.2008 kl. 12:45
Það er greinilegt að margir hafa velt þessu sama fyrir sér, sbr grein Eiríks Bergmann Einarssonar í Guardian í dag.
Magnús Þór Friðriksson, 11.11.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.