Hvaðan kemur hráefnið?

Gaman að sjá svona fréttir á þessum síðustu og verstu.

En það vaknar strax sú spurning um hvaðan pappírinn kemur? Er þetta innfluttur massi? Eða er verið að endurvinna gamla mogga og kornflexpakka frá Sorpu?

Þá má ekki geyma það lengur að tvöfalda suðurlandsveginn ef það á að fara að "trukka" hundruðum tonna á viku í báðar áttir. Nógu mikil er umferðin fyrir.

Fleiri svona fréttir, takk!


mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að við getur ræktað það mikinn skóg að það þurfi ekki að flytja inn hráefnið. Bjó einu sinni í mið Portúgal en þar var Pappírsverksmiðja. Mér skilst að þeir hafi  notað mest einhverskonar brasilískan euqaliptus við  sem var mjög fljótsprottinn. Getur verið að ég sé að rugla eitthvað en það er orðið svo langt síðan ég bjó þarna .

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:04

2 identicon

Það er flutt inn massa frá svíþjóð skilst mér..

Sæmi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:00

3 identicon

Þarf verksmiðjan ekki að fara í mat?  Þær verksmiðjur sem menga mest í þessum heimi eru einmitt pappírsverksmiðjur!

V.J. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:25

4 identicon

Það er trúlega rétt hjá Rafni að Portúgalarnir hafi notað eucalyptus, en við getum því miður ekki ræktað svo fljótsprottnar tegundir. Hinsvegar væri hægt að tryggja nægt hráefni til pappírsvinnslu að 30 árum liðnum, ef allir væntanlegir atvinnuleysingjar næstu ára væru teknir í vinnu við skógrækt. Það verður því að telja líklegt að þessari verksmiðju sé ætlað að nýta pappírsúrgang og e.t.v. eitthvað innflutt hráefni til viðbótar.

Ræktaðir íslenskir skógar vaxa að jafnaði jafn vel eða betur en skógar á sömu breiddargráðum á hinum Norðurlöndunum, þar sem skógar eru undirstaða mun fjölmennari og þéttbýlli velferðarsamfélaga. Ræktun skóga til viðarnytja, skilar arði, þ.e. þegar vaxtarlotunni líkur hefur ræktandinn fengið í vasann allan kostnað með einhverjum vöxtum. Auk þess bindur skógurinn mikið kolefni úr andrúmsloftinu og skapar óhemju vinnu og virðisauka við ræktun og úrvinnslu afurðanna.

Friðrik Aspelund (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband