Snillingur á meðal vor...

Halldór | MorgunblaðiðÞað verður ekki annað sagt en að hann Halldór, skopteiknari Morgunblaðsins er snillingur! Þegar mbl.is virkjaði Halldórsvefinn hér um daginn, þá fékk þjóðin (reyndar heimurinn allur) aðgang að einhverri mestu snilld sem í boði er í spéspeglun þjóðarinnar á netinu.

Maður hafði ákveðnar áhyggjur af því að þegar Sigmund myndi loks leggja tússpennann á hilluna, þá væri ekkert sambærilegt í boði. En maður fékk nú smjörþefinn af því sem var í vændum í Blaðinu (seinna 24 Stundum) þegar Halldór fór að munda litina og tjá sína snilldarsýn á samfélagið.

Þeir sem muna eftir Halldóri Péturssyni (ég geri það reyndar varla), og hans skopmyndum í Speglinum, höfðu áhyggjur af því að engin gæti tekið við kyndlinum. En það gerði Sigmund.

Nú hefur Halldór (annar?) tekið við honum af Sigmund... og það með STÆL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband