Ekki fór ég á launaskrá hjá ríkinu

Svona þegar allir keppast við að flytja dómsdagsspár og hörmungafréttir, þá langar mig að skjóta smá ljósum punktum inn í umræðuna.

Fyrir tveimur mánuðum eða svo, þá birti ég færslu um það að ég væri orðinn að tölfræði. Það var reynar ekki allskostar rétt. Hið rétta var að ég missti vinnuna mína, vegna þess að rekstri var hætt. Við vinnufélagarnir unnum einn mánuð af uppsagnarfrestinum, en vorum svo tvo mánuði heima á fullum launum. Það eitt og sér dugði til að maður héldi nokkurnveginn sönsum. Á sama tíma missti bróðir minn vinnuna sína, þannig að við litum ekki of björtum augum á það sem framundan var. En í dag er staðan önnur... ég er kominn í aðra vinnu, keimlíka minni gömlu og bróðir minn er líka kominn í vinnu.

Það sem ég vill segja með þessu er að það er hægt að tala allt til helvítis, en á meðan það er að gerast í fjölmiðlum landsins, þá er starfsemi í gangi sem enginn hefur áhuga á að segja frá.... það er fullt af góðum hlutum að gerast um land allt, verkefni sem kalla á starfsfólk.. en það er hægt að kæfa það með neikvæðninni einni saman.

Hættum að einblína á svartnættið og lítum frekar í áttina að því sem jákvætt er... þá er ég sannfærður um að fjöldi þess fólks sem hefur farið á "launaskrá" hjá ríkinu án þess að hafa beðið um það muni snarminnka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband