Færsluflokkur: Bloggar
25.5.2007 | 22:31
Það er komið sumar... eða hvað?
Ekki það að ég ætli að vera með eitthvað gáfulegt veðurblogg að hætti EInars Sveinsbjörnssonar Verðurfræðings, en ég verð nú bara samt að fá að grumpa smá yfir þessari gróðurmyrðandi tíð sem frystir lambakjötið í haustslátrun 2007 nokkrum mánuðum of snemma.
Hér á SV-horninu hefur löggan verið með sektarblokkina á lofti í hart nær mánuð, og rukkað lungu og lifur úr þeim trössum sem ennþá aka um á nagladekkjum. Veit reyndar ekki hvað kollegar þeirra úti á landi hafa verið að aðhafast, en Stones-arinn í"Lúðrasveitagallanum" hefur verið duglegur við það skilst mér þó að fljúgandi hálka sé reglulega að gera vart við sig uppi á Hellisheiði (ekki þeirri Eystri þó... hún er bara ófær).
Al Gore getur tekið þennan Ínkonvíníent trúþ sinn og troðið honum þar sem sólin aldrei skín!! Hlýnun jarðar mæ S!! Ég legg til að við öll fáum okkur jeppa á nagladekkjum.... Þvælumst um allar tær og trissur....mengum andrúmsloftið en meira til að hlýja þennan gaddfreðna klaka okkar eins mikið og við getum.... betur má ef duga skal!!!
p.s. Þið ykkar sem ætlið að fara að hella ykkur yfir bullið í mér.... farið frekar á námskeið í kaldhæðni því það er eini húmorinn sem er í boð í þessu tíðarfari.... ég eyði öllum bullkommentum eins og sovéskur ritskoðari á akkorði!!
Gleðilegt sumar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 18:17
Bandsettur óþekktarormur...
... svo slæmur að ég nenni ekki að vera að kommenta frekar á hann! Of seint! Búinn að því.
Hvað er hægt að gera við svona pjakka?? sem halda að þeir séu hafnir yfir lög og reglur.... og þetta að aka um beltislaus er ekki þeirra einkamál, því ef að þeir kökukeyra bíldrusluna hjá sér þá aukast líkurnar á alvarlegum slysum... sem hækkar iðgjöld á bílatryggingum og eykur álagið á þegar yfirbrunnu heilbrigðiskerfi. Og hver borgar?? Jú við hin.
Svona pjakkur þarf bara ærlega rassskellingu!!
![]() |
Þrjóskur ökumaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 14:09
Er önnur van Nistelrooy saga í uppsiglingu?
Það var mikið, ef eitthvað er að marka þýska fjölmiðla fram yfir þá ensku, að drengurinn sé væntanlegur á Old Trafford. Minnir óneitanlega dálítið á hina erfiðu fæðingu þess að Ruud van Nistelrooy kæmi þangað, enda settu meiðsli strik í þann reikning í rúmlega eitt tímabil. Ef hann verður hálfdrættingur hans, þá eru mínir menn í góðum málum. Eins sárt og það kann að vera að horfast í augu við þá staðreynd að Scholes, Giggs og Neville séu á lokasprettinum á sínum ferli, þá verður að huga að því að finna verðuga menn til að leysa þá af.
![]() |
Hargreaves á leiðinni til Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 20:32
Glæsilegir!
Þeir sem sagt opna þá pakka sem þeim bara langar til án nokkurar ásætðu og samkvæmt geðþótta hvers starfsmanns fyrir sig. Hafa ber þó í huga að þetta gera öll "courier" fyrirtæki og það talsvert oftar en þeir gangast við.
Maður hafði lengið vel trúað því að það væri bara tollurinn sem svalaði forvitni sinni á þennan hátt, en það er greinilega hnýsnir náungar víðar.
![]() |
DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 22:37
Júróvisjón, Auðkennislyklar og annað ámóta drasl...
Þá er það á hreinu..... Júróvisjón er jafn ónýtt og Auðkennislyklarnir eins og BaggalútsEnter bendir svo réttilega á hér.
Þessi blessaða keppni lyktar eins og ryðgað Járntjald sem flækingshundar míga utan í og minnir meira orðið á þjóðlagahátíð í Kákasus en hefðbundið Norðurlandadómíneraðað glimmersjóv í Skagfirskum stíl. Þetta sökkar jafn mikið og aukennislyklaruslið sem er búið að pranga inn á mann og maður þarf að fara betur með en sjáaldur auga síns ef maður vill ekki fylla póstkassan af gulum miðum og gluggaumslögum frá teinóttu tittunum á Laugaveginum, Borgartúninu og hvar annarstaðar sem þessar bévítans vaxtaokrandi afætur halda nú til.
Nei, nú er gamli grumparinn farinn að ná yfirhöndinni hjá mér.... ætla að fá mér vatnsglas og sjá hvort það sé hægt að lífga þessa heljarbornu lyklakippudruslu við með einhverskonar skyndihjálp.
Farið vel með ykkur........... og í öllum guðs bænum; Auðkennislyklana ykkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 21:45
Hvíumlíkur og annar eins dónaskapur!
Ég sit hérna við tölvuna mína og næ varla upp í nefið á mér! Ég sat í makindum mínum og naut þess að horfa á mína (vara)menn halda hreinu á móti Tsjelsý fyrr í kvöld þegar einhver frá hverfisskrifstofu ******** .... stjórnmálaflokks á atkvæðaveiðum hringir í mig.... í miðjum leik! Hefur þetta lið þurran þvottasvamp í heilastað?? Hvaða heilvita manni dettur í hug að hringja í mann á ofanverðum fertugsaldri þegar það er bolti í imbanum og betla atkvæði?? Mér var um tíma skapi næst að hætta að kjósa þennan flokk (sem ég hef haldið tryggð við í rúm 20 ár) bara útaf þessum dónaskap!
Væri ekki úr vegi að Stjórnmálaflokkar færu í smá greiningavinnu á markhópum áður en þeir hringja í fólk og ónáða það í miðjum kappleik! Annað eins er nú "ofur-analæsað" hér á landi!! Karlar á mínum aldri eru boltafíklar upp til hópa og þeir sem þykjast ekki vera það eru bara í afneitun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 14:00
Á morgun verð ég "Nalli" í 90 mínútur...
Ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tímann halda með Arsenal, en á morgun rennur sá fáheyrða stund upp! Ég verð "Nalli" í 90 mínútur!!
GO GUNNERS!!!
en bara á morgun....
![]() |
Van der Sar varði víti og Manchester United vann Manchester City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 21:43
Rödd æsku minnar er öll
Pétur Pétursson er látinn. Þetta er víst leið okkar allra, en þó svo að ég hafi aldrei hitt Pétur í persónu (svo ég viti til), þá er hann þessi þægilega, trausta rödd sem streymdi úr útvarpinu í æsku minni. Óhjákvæmilega skarast æskuminningarnar og rödd Péturs tengi ég ávallt við eldhúsborðið hjá Afa og Ömmu í sveitinni þar sem útvarpið var meira og minna í gangi, sérstaklega þegar hlýtt var á fréttir.
Í reynd kvaddi Pétur okkur almúgann um leið og hann hætti hjá Rúv, en ég vil votta eftirlifandi aðstandendum samúð mína.
![]() |
Pétur Pétursson þulur látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 00:28
Þá liggur það ljóst fyrir...
...að gosþamb og slikkeríssvall á skólalóðum leiðir til offitu! Auðvitað gerðu Svíarnir eins og "Svenson" er tamt og bönnuðu bölið... greinilega með góðum árangri í þetta skiptið. Væri samt ekki gáfulegt ef foreldrar tæku smá ábyrgð á ormunum sem þeir hafa holað niður og beini matarvenjum þeirra í ögn hollari farveg... þ.e.a.s. ef þau hafa þá nokkur skilning á því sjálf hvað er hollt og óhollt.
Þetta er framför frá þeim tíma þegar ég var í grunnskóla í Svíþjóð, þá var REYKINGAREITUR á skólalóðinni þar sem var ætlast til að börnin héldu til þegar þau þyrftu að fá sér smók í frímínútum!
Uppeldið á að fara fram á heimilunum fyrst of fremst! Reynum nú að sýna peðlingunum okkar gott fordæmi og stöndum sjálf við nammidaga og hollt mataræði, því þau læra það sem fyrir þeim er haft.. sama hver vitleysan er.
![]() |
Feitum börnum fækkar með sætindabanni í skólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 00:18
Er hann nokkuð með próf?
Svosem ekki merkileg pæling, en þarf ekki að hafa náð tilskyldum aldri og hafa gild ökuréttindi til að fá að aka vélhjóli??
Kannski þarf þess ekki þegar maður iðkar bara "don't try this at home" hundakúnstir á hjólinu...
![]() |
Mótorhjólaofurhugi á leið til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)