Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2008 | 00:30
Ég er bjartsýnn..... í alvöru!
Þrátt fyrir að ég nái að sjá dauða og djöful úti í hverju horni, þá langar mig að taka það fram að ég hef fulla trú á okkur íslendingum sem þjóð og ég er sannfærður um að við verðum fljót að ná okkur út úr þessu ástandi.... líklega á undan mörgum öðrum þjóðum.
Hversvegna??
- Við framleiðum matvæli. Það er eitthvað sem fólk mun ekki hætta að nota og við þurfum að hlúa að því. "SLORIÐ ER KÚL!"
- Við framleiðum Ál. Með aukinni meðvitund fólks um umhverfisvernd og orkusparnað, þá munu þeir bílaframleiðendur sem hafa rænu til leitast við að framleiða léttari og sparneytnari bíla. Þar er Álið málið.
- ORKA! Við eigum að nýta okkur þá orku sem landið býður. Hversu flott væri það ef við næðum að t.d. vetnisvæða fiskiskipaflotann? Væri það ekki frábært í markaðsvinnu á fiskafurðum að geta selt fiskinn sem vistvænann kost, tala nú ekki um smábátafiskinn. Þetta er hægt. Auka rannsóknir og þróun á Vetni sem raunhæfum orkugjafa.
- Mannauðurinn. Við erum hugmyndaríkt og gáfað fólk. Auk þess er menntunarstigið okkar hátt (má reindar bæta hana verulega þegar kemur að hagfræði).
- og að lokum: Þetta reddast!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 23:50
Er Ísland bara BETA-útgáfan af stóru kreppunni?
Þegar maður ef búinn að ná hausnum upp úr bölsýnisdallinum og skoðar þá atburði sem hafa átt sér stað, eru að eiga sér stað og rýnir í átt að þeim sem munu eiga sér stað, þá er ekki laust við að maður fái þá tilfinningu að Ísland vara bara fyrsta landið til að skella á veggnum fjárhagslega.
Það er komið upp almennt, hnattrænt vantraust á bankakerfið, bæði innbirgðis hjá bönkum og sjóðum sem og almenningi. Það veit enginn neitt! Ég get röflað jafn gáfulega ofan í húfuna mína og vel borgaðir greinendur hjá bönkum og sjóðum, því það sem er að gerast og viðbrögð við því virðast ekki fylgja neinum lögmálum, nema því að hver er sjálfum sér næstur.
Þrátt fyrir að þúsundum miljarða hafi verið spýtt inn í bankakerfi heimsins, þá er það ekkert nema aum blóðgjöf í fossblæðandi mann. Engin hefur trú á því að uppgangur sé framundan, og því mun niðursveiflan (niðurgangurinn?) fóðra sig sjálfa.
Vogunarsjóðir í Bandaríkjunum eru við það að fara til helv**, ásamt krúnudjásni Kananna; General Motors. Hinum megin við Atlantshafið treður almenningur sparifé sínu undir kodda og í peningaskápa bakvið eftirlíkingar gömlu meistarana.
Ef einangrunarstefnan nær góðum tökum á heimsbyggðinni, þá á það eftir að koma verulega illa við kauninn á Kína, sem byggir nánast allann sinn uppgang á neysluhyggju vesturlandabúa. Þeir framleiða megnið af þeim veraldarhyggjuvarningi sem við höfum sannfært okkur um að við verðum að eiga og helst endurnýja reglulega, eins og Flatskjái, fartölvur (eða íhlutina í það minnsta) og annann neysluvarning sem við, sem og aðrir aðkrepptir vesturlandabúar munum spara við okkur á næstunni.
Þegar (ekki ef) Kína lendir í niðursveiflunni, þá mun þeirra eigin þörf fyrir málma, olíu, áburð, dýrafóður og fleira minnka, sem mun dýpka niðursveifluna enn frekar.
Þetta held ég því miður að sé í uppsiglingu, og við skulum búa okkur undir að aðrar þjóðir muni upplifa okkar bankakreppu, niðursveiflu og almenna volæði á næstunni... bara svo MIKLU STÆRRA!
Ísland er bara BETA-útgáfan af stóru kreppunni!
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 00:35
Eitt eldgos eða svo... til að fullkomna "anno horriblis"
Þá er veturinn skollinn á okkur af sinni alkunnu snilld. Ekki nóg með að atvinnulífið sé fennt í kaf og við það að kafna til ólífis, þá þarf vetur konungur að sparka í okkur liggjandi.
Væri ekki gott að bæta einu hressilegu eldgosi við svona til að þurrausa Viðlagasjóð líka...
![]() |
Þakplötur fuku á Reykjanesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 20:38
Hvað um gagnagrunninn?
Ég spyr nú bara hvernig verður farið með gagnagrunninn? Það hljóta að hafa verið settar hömlur á flæði þeirra upplýsinga úr landi?
Ef ekki, þá er það enn ein fjöðrin í klúðurshatt stjórnvalda.
![]() |
DeCODE úr landi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 22:50
Ekki viðrar vel til mótmæla!
![]() |
Mótmæltu hlýnun jarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 18:30
Þessi rannsókn hlýtur að vera í boði danskra skíthopparabænda!
Smelltu hangikjeti á rúgbrauðið og skrifaðu erfðaskrána um hæl!
Alltaf sama sagan! Allt mun draga mann til dauða, sama hvaða nafni það nefnist. En er það ekki líka eitt af því fáa sem má reiða sig á; maðurinn með ljáinn MUN banka upp á einhvern daginn, sama hvað hangikjets- og bjúgna-áti líður.
![]() |
Bannfæra allt rautt kjöt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 17:57
"Íslenskur heimilisiðnaður" á undir högg að sækja!
Er þetta ekki bara staðfesting á því að "Gambra-gutl" og Landa-suða eigi verulega undir högg að sækja sem og aukabúgrein sjómanna í millilandasiglingum..... gamla góða smyglið?
Það er eins með þessa tölfræði og aðrar....
![]() |
Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2007 | 22:10
Fjármörkun, harmleikur, banaslys og full tungl...
Þetta hefur nú verið meiri helgin hér á landi, blessuð konan mörkuð sem nýfætt lamb, skelfingin á Sæbrautinni sem endaði með frekari harmleik á Þingvöllum, enn einn vélhjólamaðurinn fallinn í valinn af ástæðum sem ég þekki ekki til. Ég fór líka beinustu leið á veðurvef mbl.is og skoðaði tunglstöðu.... jú, jú.... það er fullt tungl.
Ekki að undra þó að lögreglan sé leynt og ljóst með meiri viðbúnað þegar þannig er.
![]() |
Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 22:48
Svona er nú fótboltinn
Jahérna... merkileg tuðra þessi fótbolti. Það má segja að þetta hafi ekki verið æskilegur máti til að ná sér í þrjú stig, en svo fór það nú samt. Ekki ætlaði Ívar Ingimars að sjá til þess að klúðrið hans yrði að mest skoðaða myndskeiðinu á YouTube ef leitað er að "funny goals".... ekki ætlaði íslenska landsliðið að drulla svona upp á bak eins og þeir hafa gert upp á síðkastið... og ég er alveg viss um Bjarni Guðjóns, reyndur eins og hann nú er, ætlaði EKKI að setja hann í netið þaðan sem hann stóð. Eflaust er hundfúlt að vinna leik út á svona "klúður".... það er betra að andstæðingurinn skori sjálfsmark með hendi en að vinna leik svona.
En nú ættu þessir heiðursmenn allir, jafnt ofan af Skaga sem suður með sjó, að hætta að velta sér upp úr þessu og einbeita sér að næsta leik. Þessu verður ekki breytt.
Smá heilræði handa Skagamönnum: Setja hann út fyrir hliðarlínu næst...
Smá heilræði handa Kelfvíkingum: Ekki pressa mannin sem er að fara að skila boltanum til ykkar....
![]() |
Yfirlýsing frá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 20:01
Barlómur grasekkilsins...
Það er nokkuð ljóst að skrápurinn á skallanum á manni er búin að fá sig fullsaddan af þessu grillveðri sem hefur verið að hrella okkur suðvesturhornsbúa upp á síðkastið. Maður þarf að nota sölarvörn í kjarnorkuvera-klassanum til að verða ekki eins og ofgrilluð lambakótiletta. Þetta er nú meira ástandið... ef það hefði rignt á okkur þennan góðviðristíma, þá væri ég að grumpa yfir því.... Hástöfum! Það er annaðhvort of heitt.... eða kalt... eða myndin á veggnum er skökk... þvottavélin náði ekki blettinum úr flíkinni... vöðvabólgan í herðunum er að drepa mig... Hvað sem því nú líður, þá held ég að meginuppistaðan í uppskriftinni að þessu bölsóti í mér sé bara það að ég sakna konunar og krakkana! Konan kemur heim frá Ameríkunni rétt fyrir brúðkaupsafmælið okkar (sem er 8. júlí) og svo koma krakkarnir strax eftir helgi. Þá ætti allt að verða eðlilegt aftur.... nema kanski helv** veðrið... myndin á veggnum... þvottavélin... vöðvabólgan.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)