Rússneska rúllettan á þjóðveginum

Fólk eru fífl!

Þetta er engin smá staðhæfing, en því miður nær þetta yfir of marga til að maður geti orða bundist.

Það er nú þannig að ég fer oft í viku austur fyrir fjall og verð vitni af mikið fleiri dæmum skelfilegrar ökumenningar en ég kæri mig um. Hvað er það sem veldur því að fólk þarf að taka sénsa við framúrakstur? Afhverju þarf ég að geta greint augnlit ökumannsins í bílnum á bakvið mig í baksýnisspeglinum? Hvaðan koma allir þessir "þokuljósatöffarar"? og hvers vegna eru allt að 2 af hverjum 10 bílum eineygðir?

Ég fer ekki fram á margt, en ég á heimtingu á því að börnin mín verði ekki föðurlaus bara út af því að einhverjum gufuheila leiddist þófið á bakvið vesalinginn sem ákvað að aka á "einungis" 90 km hraða í hálkunni og tók fram úr þegar ekkert skyggni var! Ég neita því að konan mín þurfi að þiggja ekkjubætur vegna þess að fæðingahálfvitanum á bakvið mig tókst ekki að bregðast við þegar ég þurfti að hægja snögglega á vegna þessa að annar þvagheili var að taka framúr flutningabílnum í brekkunni Á BLINDHÆÐINNI í Skíðaskálabrekkunni! Ég vil geta komist leiðar minnar í umfeðinni án þess að vera stöðugt að hafa áhyggjur af hvaða fífl gæti verið á ferðinni núna.

Hvað er það sem veldur því að fólk verði að spila rússneska rúllettu á þjóðvegunum? Hvað er það sem veldur því að sumir mæta í jarðaför fórnarlamba umferðarslysa og eru teknir fyrir of hraðann akstur á leiðinni heim úr erfidrykkjunni? Hvað þarf til að breyta þessu skemmda hugarfari okkar íslendinga?

Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna um tvöföldun Suðurlandsvegar núna, enda finnst mér sú umræða með öllu óþörf. Það á bara að fara í þetta og það með fullum þunga! Ekker 1+2 bull sem er ekkert nema að pissa í skóinn, heldur fullorðinn 2+2 veg! Reynslan af Reykjanesbrautinni ætti að tala sínu máli.

Fram að því að það gerist, þá geri ég hin göfugu orð ökukennara míns að mínum:

"Umferðin er full að fávitum! Aktu samkvæmt því"

Komum heil heim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Ásta Haraldsdóttir

Alveg sammála þér frændi!! Alveg hræðilegt að horfa uppá þessa vitleysinga sem keyra eins og þeir séu einir í heiminum.

Það lá við að ég yrði ekki eldri á Öxnadalsheiðinni í sumar þegar tveir jeppar, annar fyrir aftan mig og hinn að koma á móti mér náðu næstum því að búa til samloku með mig sem áleggið.

Annar jeppinn var að koma framan á mig (var að taka framúr í blindbeygjubrekku, þ.e.a.s. síðasta einbreiða brúin áður en maður fer upp á heiðina á leiðinni norður) og hinn fyrir aftan mig var að bíða eftir að komast framúr mér.

Ég sá ekki hvort jeppinn á móti mér náði að komast fram eða aftur fyrir hjólreiðamennina sem hann var að taka framúr. Ég man bara eftir því að ég öskraði og það næsta sem ég sá var að ég var komin framhjá þessu og enginn varð áreksturinn, allavega ekki þetta skiptið...

Þarna hef ég verið heppin í rúllettunni...kúlan líklegast verið í næsta gati við hliðina...

Kv. Sólrún frænka

Sólrún Ásta Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband