Ekki fer hún vel af stað þessi elska...

Er það óskrifuð lög eða er það hreinlaga meitlað í stein einhverstaðar að maður eigi bara að vera á móti og finna öllu allt til foráttu ef maður er í stjórnarandstöðu?? Hvað var hún Eygló að væna Össur um? Er það virkilega stórkarlalegur karlrembuháttur að vilja vinna í málum sem geta séð til þess að hér muni nánast "drjúpa smjör af hverju strái" í framtíðinni?

Auðvitað verður að taka á þeim málum af festu sem berja á okkur í dag, en það má samt ekki gleyma því að það kemur dagur eftir þennan dag.

...svona að lokum... er flíspeysa orðin að viðurkenndum fatnaði á Alþingi?? Ég held að meira að segja Árni Johnssen fari úr "Herjólfsdalsdressinu" þegar hann mætir í vinnuna við Austurvöll.

... þar féll það vígi... ég farinn að setja út á klæðaburð fólks... Crying


mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er hlutverk þeirra sem eru í stjórnarandstöðu að veita ríkisstjórninni aðhald. Á þessu þingi er minnihlutinn miklu minni en oftast áður og því deilist hlutverkið á fáa. Steingrímur Joð fær iðulega ákúrur fyrir "að vera alltaf á móti öllu". Ef ekkert heyrðist til hans væri hann ekki að sinna skyldu sinni. Og ef engin væri andstaðan er hætt við að ýmis mál færu hljóðlega í gegn með tilheyrandi hættu á aukinni spillingu. Næg er hún samt.

Vonum að þau haldi áfram að láta heyra í sér, nýja daman líka. En flíspeysuna má hún gjarnan skilja eftir heima.

Haraldur Hansson, 25.11.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Ekkert nema gott um það að segja að stjórnarandstaða skuli veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald. En það að vera á móti bara til þess að vera á móti er bara kjánalegt. Sérstaklega þegar það er ekki meira kjöt á beinum málflutnings en þetta.

Ég er hreinlega svo barnalegur að trúa því að stjórnarandstaðan geti hreinlega verið stjórnvöldum sammála um ýmis mál... og öfugt...

Magnús Þór Friðriksson, 25.11.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband