Slátrun staðreynda með statistík

Rak augun í sérkennilega fyrirsögn á bloggi um þessa frétt.... "71% þjóðarinnar vill ekki Sjálfstæðisflokkin".


Jú jú, samkvæmt þessari kenningu þá vilja ekki 71% þjóðarinnar sjá Sjálfstæðisflokkin í stjórn og
til að undirstrika það hversu illa þessi þjóð er farin, þá vill 72,5% þjóðarinnar ekki fá Samfylkinguna heldur!... og svo bætast ofaná það 74,1% sem vilja ekki VG og önnur 87,4 sem geta ekki hugsað sér Framsókn! En til að gera þetta ennþá skelfilegra, þá eru hvorki meira né minna en 97,9% þjóðarinnar algerlega á mót AddaKiddaGau & Co til viðbótar þeim 98 prósentunum sem vilja ekki fá Ómar og félaga við stýrið.

En hvers eiga Bjarni Harðar og Séra Þórhallur að gjalda.... 99,1% leggur fæð á þá!

Þessi 600% þjóðarinnar geta varla haft rangt fyrir sér... allir á móti öllum... margoft!

Já, fátt er jafn skelfilegt og tölfræði.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband