22.2.2007 | 23:05
Ok frelsisins
Það var þó ekki að maður færi að stinga nefi sínu í þennan þegar barmafulla hlandkopp sem umræðan um þessa bandsettu vefstjóra-ráðstefnu er orðin.. nema hvað það er búið að flauta hana af með tilstuðlan hreppstjóra Reykjavíkur og bændaklíkunar á Melunum.
Ég ætla ekki að hoppa í þá mýkjufylltu laug sem umræðan um klám er komin út í, en er þetta samt ekki hræsni á lokastigi að útiloka nokkra vesæla tölvunörda frá því að sletta aðeins úr klaufunum í henni Reykjavík yfir eina helgi? Er eitthvað skárra að hafa hérna kjaftfull hótel af ráðstefnugestum (sem starfa á öðrum vetvangi en vefumsjón klámefnis) sem drekka, dópa, djamma og drýgja hór eins og örgustu klámstjörnur? Ætlum við að krefjast sakavottorðs, læknisvottorð, afrit af skattaskýrslum síðustu þriggja ára og fleira ámóta bull af hverri þeirri hræðu sem svo mikið sem vogar sér að hugsa til þess að halda ráðstefnu hér á landi?.... eyða peningum og skoða sig um. Hvað ætli margir dópsalar, vopnasalar og aðrar ljósfælnar mannverur hafa gist á hótelum Reykjavíkur hingað til??
Ég held að við íslendingar þurfum að fara að skoða okkar gang um hvað skiptir máli hér í lífinu því þessi umræða er okkur öllum til háborinnar skammar.... sannkallað ok frelsisins!
...og svona fyrir ykkur sem hafa nennt að lesa alla leið hingað...... ég er ekki fylgjandi klámi og mér finnst það vera niðurlægjandi fyrir þá sem leggjast svo lágt að vinna við þetta..... jafnt konum sem körlum... hvoru megin við myndavélina sem þau kunna að vera.
Eyðum púðrinu í eitthvað annað en þetta helv.. kjaftæði!!
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 00:43
Hann á afmæli í dag!
Til hamingju öll sömul! Bifreiðin á 121 árs afmæli í dag. Þetta merkilega faratæki sem knúið er sprengihreyfli er brennir jarðolíueterblöndu (Bensín fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að skilja mig hingað til...) var frumsýnd af uppfinnamaninum Karl Benz þennan dag árið 1886.
Hvað ætli hann hefði gert ef hann vissi hver þróun mála, sem og aðrar óbeinar afleiðingar þessarar uppfinningar höfðu í för með sér á næstu 120 árum eða svo?
Ætli hann hefði velt fyrir sér að breiða seglið yfir sinn kæra Motorwagen og látið þar við sitja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 00:48
Hvaða læknisvottorð fær þessi?
Hvað skal segja um svona þvagheilahátt? Í gær var einn Trökker-vonna-bý á ferðinni á öðru hundraðinu á fullorðins dráttarbíl upp á annan tug tonna, akandi gegn rauðum ljósum og hvaðeina. Hann átti sér þó þá málsvörn að sprengja ekki á öllum, vera með vottorð í andlegri leikfimi (ekki að það réttlæti nokkurn skapaðann hlut).
En hvað með þennan unga mann sem er líklega búinn með "góð"-hlutann í hugtakinu "góðkunningi lögreglunar"........ það er búið að taka hann NÍU SINNUM áður fyrir of hraðann!!! Af hverjum keypti hann sínar sígarettur?? "Kaupmanninum á horninu"??
Það er nokkuð ljóst að "the fast and the furious" kynslóðin fær ekki næga útrás í Need for speed leikjaseríunni.. sumir eru alvarlega veruleikafirrtir og siðblindir því þeir draga þennan sýndarheim út á götur og vegi þar sem grandalausar hægekjur og sunnudagsdræverar eins og við hin sem búum á þessarri plánetu erum að álpast fyrir þessum sjálfskipuðu hetjum malbiksins.
Þennan gutta og hans sálufélaga þarf að refsa með samfélagsþjónustu þar sem þeir þurfa að annast fórnarlömb umferðarslysa (undir eftirliti, því það er greinilega ekki hægt að treysta þeim fyrir neinum sköpuðum hlut) og leyfa þeim að horfa á þær hörmungar sem lífstíll þeirra hefur dregið yfir aðra.
Ég vitna nú bara í fyrri nöldur mitt (Rússnesku rúllettuna á þjóðveginum) og spyr:
HVAÐ ÞARF TIL???
Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 22:24
Nokia er nú samt tæpur hálfdrættingur á við Baug!
Jæja, þá er fjármálaheimurinn þarna í útlandinu að rembast við að ná upp í nefið á sér með það að Nokia sé orðið tekjuhærra en Finnski ríkissjóðurinn. Ekki það að Baugur okkar hafi sloppið við gómaskellina og pískrið í bleiku pressunni erlendis, en ætli þeir hafi velt sér upp úr þessum staðreyndum:
3.700.000.000.000 IKR sem gera tæplega 104% af tekjum finnska ríkisins
950.000.000.000 IKR sem gera tæplega 284% af tekjum íslenska ríkisins.
Veltutölur Baugs eru veltutölur fyrirtækja í eigu baugs og eru fengnar á www.baugurgroup.com á meðan veltutölur ríkissjóðs eru fengnar á http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Hagtolur/Skipting_tekna_rikissjods.xls .
Pælið aðeins í þessu! Hlutlaust... fordómalaust...
frekar sjúkt!
Sölutekjur Nokia orðnar meiri en tekjur finnska ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.1.2007 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 23:12
Verkalýðshasar vs. Japani og Ítali!!
Hvernig ætli svona samningaviðræður fari fram? Verið að kreysta fé út úr japönskum (Yakuza) veitingastað í eigu Ítala (Cosa Nostra). Er ekki búið að blanda saman Nitro og Glusseríni þarna og setja það í mixer á fullri ferð??
Svona eru nú fordómarnir, en þetta kennir okkur þá lexíu að ekki lána nafnið okkar í það sem við höfum ekki fulla stjórn á (sbr það að vera ábyrgðarmaður á láni einhvers aðila).
En það er allt önnur umræða! Ef lánastofnanir treysta ekki lántakendanum fyrir greiðslum, þá ættu þeir ekki að lána honum.... ekki satt?
En snúum okkur aftur að málinu.... vonandi fær starfsfólk veitingastaðarins greidd öll vangoldin laun með vöxtum.
Starfsmenn veitingastaðar í eigu De Niros snuðaðir um laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 18:29
Hattur í matinn!!
Ja-hérna-andsk...-hér!
Ég er varla búinn að ná að kyngja hattinum mínum eftir Frakka-leikinn fyrr en næsta trefjaríka flókamáltíð tekur við, en ég gaf nú enn eina digurbarkalegu yfirlýsinguna í hálfleik að þetta væri tapaður leikur (við vitum öll hvað strákarnir okkar geta dottið undir meðalmennsku í seinni hálfleik leikja). En svo fór nú aldeilis ekki!! Nýjí fíni hatturinn minn er næstur á matseðlinum.
p.s. Þau ykkar sem lesa þetta, gerið þá eins og ég (... ég gerði reyndar svipað og Salóme Þorkelsdóttir hér um árið nema hvað hún lét bakaríið skaffa hattinn). Útbjó hádegismatinn í hatt-útlítandi lúkk. Mikið betra fyrir meltinguna.
Ég er hættur að gefa yfirlýsingar og spá fyrir um úrslit leikja Handboltalandsliðsins, nema að mínar hrakspár séu til þess að þeir valti yfir allt og alla......
HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 14:00
Rússneska rúllettan á þjóðveginum
Fólk eru fífl!
Þetta er engin smá staðhæfing, en því miður nær þetta yfir of marga til að maður geti orða bundist.
Það er nú þannig að ég fer oft í viku austur fyrir fjall og verð vitni af mikið fleiri dæmum skelfilegrar ökumenningar en ég kæri mig um. Hvað er það sem veldur því að fólk þarf að taka sénsa við framúrakstur? Afhverju þarf ég að geta greint augnlit ökumannsins í bílnum á bakvið mig í baksýnisspeglinum? Hvaðan koma allir þessir "þokuljósatöffarar"? og hvers vegna eru allt að 2 af hverjum 10 bílum eineygðir?
Ég fer ekki fram á margt, en ég á heimtingu á því að börnin mín verði ekki föðurlaus bara út af því að einhverjum gufuheila leiddist þófið á bakvið vesalinginn sem ákvað að aka á "einungis" 90 km hraða í hálkunni og tók fram úr þegar ekkert skyggni var! Ég neita því að konan mín þurfi að þiggja ekkjubætur vegna þess að fæðingahálfvitanum á bakvið mig tókst ekki að bregðast við þegar ég þurfti að hægja snögglega á vegna þessa að annar þvagheili var að taka framúr flutningabílnum í brekkunni Á BLINDHÆÐINNI í Skíðaskálabrekkunni! Ég vil geta komist leiðar minnar í umfeðinni án þess að vera stöðugt að hafa áhyggjur af hvaða fífl gæti verið á ferðinni núna.
Hvað er það sem veldur því að fólk verði að spila rússneska rúllettu á þjóðvegunum? Hvað er það sem veldur því að sumir mæta í jarðaför fórnarlamba umferðarslysa og eru teknir fyrir of hraðann akstur á leiðinni heim úr erfidrykkjunni? Hvað þarf til að breyta þessu skemmda hugarfari okkar íslendinga?
Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna um tvöföldun Suðurlandsvegar núna, enda finnst mér sú umræða með öllu óþörf. Það á bara að fara í þetta og það með fullum þunga! Ekker 1+2 bull sem er ekkert nema að pissa í skóinn, heldur fullorðinn 2+2 veg! Reynslan af Reykjanesbrautinni ætti að tala sínu máli.
Fram að því að það gerist, þá geri ég hin göfugu orð ökukennara míns að mínum:
"Umferðin er full að fávitum! Aktu samkvæmt því"
Komum heil heim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2007 | 18:15
Grump dagsins í dag, 17. janúar 2007
Bara smá pæling sem fæstir nenna að velta vöngum yfir, en ef þær gráu svikja mig ekki þá kostar málþóf á Alþingi skattborgara á aðra miljón á dag..... bara í þingfararkaup! Þá eru ótalin ráðherralaun, yfirvinna starfsmanna þingsins (sem verða að sitja undir þessu bulli með bros á vör) almennur rekstrarkostnaður Alþingis og tafir á afgreiðslu MIKILVÆGRA MÁLA!
Málþóf er undantekningin sem sannar regluna um að Lýðræði er það stjórnarfyrirkomulag þar sem meirihlutinn kúgar minnihlutan. Þegar því er öfugt farið, þá köllum við það einræði og harðstjórn.
F**K!! Nú er maður bara kominn í fúlt skap!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 21:55
Eðlisfræði 0,101
Fæst orð fela í sér minnsta ábyrgð!
Eru ekki til einhverskonar félagsleg úrræði fyrir svona lagað? Eðlisfræði á leikskólastigi... 0,101? Ef maðurinn er ekki fróðari um það hvernig eldsneyti fyrir sprengihreyfla virkar, þá held ég að hann ætti að finna sér annað, og hættuminna áhugamál.
Gott að það var bara hárgreiðslan og stoltið sem fór forgörðum þarna.
Hellti úr bensínbrúsa með logandi sígarettu í munninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2007 | 21:06
Kominn á kassann!
Það kom að því að maður hætti að stunda hina rammíslensku "þjóðaríþrótt" að vita betur en allir aðrir við eldhúsborðið heima hjá sér, sötrandi kaffi í ótæpilegu magni og reykjandi í þokkabót. Það er reyndar langt síðan ég hætti að reykja við eldhúsborðið, en kaffi sötra ég ennþá, brasilískum bændum til mikilla hagsbóta. Nöldrið, Besserwisser attitjútið og allt sem því fylgir, því fer fjarri að það hafi veri lagt til hliðar.
Þetta er þá nýja eldhúsborðið mitt!
Feignust er eflaust mín heittelskaða að ég beini nöldurþörf minni, sem fer vaxandi með aldrinum, í annan farveg en að henni og það verður gaman að sjá hvort maður hafi fleiri áhugasama hlustendur að mínum athugasemdum hér en heima.
Verður gaman að sjá hvort einhverjir munu venja komur sínar hingað.
Hafið það gott öllsömul.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)