3.12.2008 | 22:42
Með nefklemmu, korka og kút...
"Jæja, þá er kominn tími til að flotsetja þessa elsku aftur"
...svo maður vitni í hann Halldór, mogga-teiknara þegar hann sá fyrir sér augnablikið þegar krónan fór á "flot" aftur (sjá hér).
Það er ekki laust við það að maður sé spenntur að sjá hvað gerist...
Millibankamarkaður á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 20:10
Smekkleysi?
Þessi markaðssetning FLE minnir mig á þann tíma þegar Flugleiðir fóru að selja Reykjavík sem djamm-borg uppfulla af ljóshærðum skvísum sem auðvelt var að koma á bakið.
En við íslendingar höfum alltaf verið svolitlir tækifærissinnar... ófeimnir við að nýta "auðlindirnar"
Auglýsingaspjöld tekin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 14:36
Those were the days...
Munið þið þá tíð þegar mesta fjölmiðlafárið og áhyggjur sumra snérust um átök í borgarstjórn...
Djö... sakna ég þess háttar ómerkilegheita....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 18:39
Snillingur á meðal vor...
Það verður ekki annað sagt en að hann Halldór, skopteiknari Morgunblaðsins er snillingur! Þegar mbl.is virkjaði Halldórsvefinn hér um daginn, þá fékk þjóðin (reyndar heimurinn allur) aðgang að einhverri mestu snilld sem í boði er í spéspeglun þjóðarinnar á netinu.
Maður hafði ákveðnar áhyggjur af því að þegar Sigmund myndi loks leggja tússpennann á hilluna, þá væri ekkert sambærilegt í boði. En maður fékk nú smjörþefinn af því sem var í vændum í Blaðinu (seinna 24 Stundum) þegar Halldór fór að munda litina og tjá sína snilldarsýn á samfélagið.
Þeir sem muna eftir Halldóri Péturssyni (ég geri það reyndar varla), og hans skopmyndum í Speglinum, höfðu áhyggjur af því að engin gæti tekið við kyndlinum. En það gerði Sigmund.
Nú hefur Halldór (annar?) tekið við honum af Sigmund... og það með STÆL!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 18:13
Hvort var þetta frétt eða auglýsing?
Svona hlýtur að vera hægt að drýgja tekjurnar hjá fjölmiðlum sem eru fjárþurfi...
Selja auglýsingar í fréttaformi..
Ný Krónuverslun í Árbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.11.2008 | 08:00
Hvað segir Brüssel við þessu?
Ekki það að ég sjái ekki tilganginn með þessum nýsamþykktu lögum, en hvað segir EES samningurinn um þetta? Verður ekki holskefla af kærum og látum frá aurapúkum til EES dómstólsins vegna þessa gjörnings? Hvað segja "fræðimenn Evrópukirkjunar" um þetta?
Nú spyr sá sem ekki veit...
Lög um gjaldeyrismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 00:08
Tekið með fyrirvara...
Ein af afleiðingum bankahrunsins hér á Íslandi er sú að maður tekur svona, annars mjög jákvæðum fréttum, með fyrirvara. Hvaða annarlegi ímyndarbætingartilgangur stendur að bakvið svona? Fönix!?
Nei... ég skal hrista tortryggnina af mér og fagna þessum áformum og vona innilega að góðir hlutir rísi upp með aðstoð Phoenix.
En gleymum því ekki.... Þetta er banki... tilgangur banka er að græða peninga...
Djö... er maður orðinn skemmdur!!
Straumur stofnar fjárfestingarsjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 18:47
Hvaðan kemur hráefnið?
Gaman að sjá svona fréttir á þessum síðustu og verstu.
En það vaknar strax sú spurning um hvaðan pappírinn kemur? Er þetta innfluttur massi? Eða er verið að endurvinna gamla mogga og kornflexpakka frá Sorpu?
Þá má ekki geyma það lengur að tvöfalda suðurlandsveginn ef það á að fara að "trukka" hundruðum tonna á viku í báðar áttir. Nógu mikil er umferðin fyrir.
Fleiri svona fréttir, takk!
Pappírsverksmiðja á Hellisheiði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 12:53
18% stýrivextir "redda" þessu...
Eru önnur lögmál hér á landi en annarsstaðar? Hverju eiga þessir vítisættuðu stýrivextir að bjarga?
Krónunni? Varla... Hún verður að taka þeim skelli sem óhjákvæmilegur er sama hverjir vextirnir eru
Heimilunum? Örugglega ekki. Það eru hvort eð er engir peningar í boði fyrir heimilin. Engin þensla þaðan.
Fyrirtækjunum? Alveg hreint ekki. Þau munu stráfalla, og það án hjálpar frá okurvöxtum.
Fyrir hvern eru þessir stýrivextir? Jöklabréfaeigendur?
...og svo er talað um frekari stýrivaxtahækkanir. Eru þessir menn ekki alveg í lagi?
Hið fullkomna fárviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 08:11
Svipan munduð í öllum flokkum...
Það er nokkuð ljóst að það líðst ekki að þingmenn fylgi eigin sannfæringu. Hann Kristinn hefur nú löngum látið eigin skoðanir ráða, sama í hvað flokki hann er í þann daginn, og af hverju ætti hann að breyta útaf þeim vananum.
Ég þekki ekki lagatextan, en er ekki sagt þar að þingmenn eigi að fylgja eigin sannfæringu?
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)