Færsluflokkur: Bloggar

Hvað segir Brüssel við þessu?

Ekki það að ég sjái ekki tilganginn með þessum nýsamþykktu lögum, en hvað segir EES samningurinn um þetta? Verður ekki holskefla af kærum og látum frá aurapúkum til EES dómstólsins vegna þessa gjörnings? Hvað segja "fræðimenn Evrópukirkjunar" um þetta?

Nú spyr sá sem ekki veit...


mbl.is Lög um gjaldeyrismál samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekið með fyrirvara...

Ein af afleiðingum bankahrunsins hér á Íslandi er sú að maður tekur svona, annars mjög jákvæðum fréttum, með fyrirvara. Hvaða annarlegi ímyndarbætingartilgangur stendur að bakvið svona? Fönix!?

Nei... ég skal hrista tortryggnina af mér og fagna þessum áformum og vona innilega að góðir hlutir rísi upp með aðstoð Phoenix.

En gleymum því ekki.... Þetta er banki... tilgangur banka er að græða peninga...

Djö... er maður orðinn skemmdur!! Crying


mbl.is Straumur stofnar fjárfestingarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur hráefnið?

Gaman að sjá svona fréttir á þessum síðustu og verstu.

En það vaknar strax sú spurning um hvaðan pappírinn kemur? Er þetta innfluttur massi? Eða er verið að endurvinna gamla mogga og kornflexpakka frá Sorpu?

Þá má ekki geyma það lengur að tvöfalda suðurlandsveginn ef það á að fara að "trukka" hundruðum tonna á viku í báðar áttir. Nógu mikil er umferðin fyrir.

Fleiri svona fréttir, takk!


mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

18% stýrivextir "redda" þessu...

Eru önnur lögmál hér á landi en annarsstaðar? Hverju eiga þessir vítisættuðu stýrivextir að bjarga?

Krónunni? Varla... Hún verður að taka þeim skelli sem óhjákvæmilegur er sama hverjir vextirnir eru

Heimilunum? Örugglega ekki. Það eru hvort eð er engir peningar í boði fyrir heimilin. Engin þensla þaðan.

Fyrirtækjunum? Alveg hreint ekki. Þau munu stráfalla, og það án hjálpar frá okurvöxtum.

Fyrir hvern eru þessir stýrivextir? Jöklabréfaeigendur?

...og svo er talað um frekari stýrivaxtahækkanir. Eru þessir menn ekki alveg í lagi?


mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipan munduð í öllum flokkum...

Það er nokkuð ljóst að það líðst ekki að þingmenn fylgi eigin sannfæringu. Hann Kristinn hefur nú löngum látið eigin skoðanir ráða, sama í hvað flokki hann er í þann daginn, og af hverju ætti hann að breyta útaf þeim vananum.

Ég þekki ekki lagatextan, en er ekki sagt þar að þingmenn eigi að fylgja eigin sannfæringu?


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fer hún vel af stað þessi elska...

Er það óskrifuð lög eða er það hreinlaga meitlað í stein einhverstaðar að maður eigi bara að vera á móti og finna öllu allt til foráttu ef maður er í stjórnarandstöðu?? Hvað var hún Eygló að væna Össur um? Er það virkilega stórkarlalegur karlrembuháttur að vilja vinna í málum sem geta séð til þess að hér muni nánast "drjúpa smjör af hverju strái" í framtíðinni?

Auðvitað verður að taka á þeim málum af festu sem berja á okkur í dag, en það má samt ekki gleyma því að það kemur dagur eftir þennan dag.

...svona að lokum... er flíspeysa orðin að viðurkenndum fatnaði á Alþingi?? Ég held að meira að segja Árni Johnssen fari úr "Herjólfsdalsdressinu" þegar hann mætir í vinnuna við Austurvöll.

... þar féll það vígi... ég farinn að setja út á klæðaburð fólks... Crying


mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin er meira en húsfyllir vestur í bæ...

Ekki að ég sé neitt að gera lítið úr borgarafundinum í Háskólabíó, en þjóðin er nú heldur meira en húsfyllir vestur í bæ.

Reiðin kraumar í mér líka, ég er enginn "já-ari" fyrir sitjandi ráðamenn, því ég sit uppi með íbúðarlán sem vex eins og sveppur í heitum og rökum skógi, en eins og maður getur nú bölvað verðtryggingunni í sand og ösku þá vildi ég ekki þurfa að borga 23% vexti (5,5% vextir +17,5% verðbólga) af íbúðarlánunum. Af 20.000.000 kr láni væru það ekki nema rúmar 383.000 á mánuði... í vexti! Þá er afborgunin eftir. Það er verðbólgan sem er meinið.

Þetta er það gjald sem við erum að borga fyrir sukkið og svallið sem hefur verið hér á landi síðustu ár. Þó svo að það sé gott að kenna einhverjum auðmönnum um allt sem illa fór, þá erum við öll samsek. Við höfum sprengt upp húsnæðismarkaðinn hér á landi og það af slíku offorsi að við þurfum ekki að byggja svo mikið sem einn fermetra af íbúðarhúsnæði næstu árin. Þegar fermetraverð hefur rúmlega tvöfaldast á nokkrum árum, þá getum við auðveldlega ímyndað okkur hvar stór hluti þessara erlendu lána er niðurkomin. Við þurftum að flytja inn erlent vinnuafl sem samsvarar öllu vinnufæru fólki á suðurnesjum að fjölda til þess að koma öllum þessum kofum upp úr jörðinni.

Auðvitað er hellingur af fólki sem missti alveg af "góðærinu" og keypti sér ekki svo mikið sem einn auman I-Pod, en einhverjir voru það sem hafa keypt hinar 72.193 bifreiðar sem voru fluttar inn á árunum 2005-2007. Við erum öll meðsek á einhvern hátt.

Hættum þessu helvítis væli, en gerum samt kröfur um að stjórnvöld geri eitthvað sem í raun er til gagns fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef við tækjum upp € í dag...

Eins og umræðan var hérna í denn (síðustu viku), þá áttum við bara að taka upp Evruna einhliða. Hvað hefðum við haft upp úr því annað en að verða að annars, jafvel þriðja flokks ríki í Evrópu?

Ef við tækjum upp Evru í dag, þá væri þetta Ísland í dag (miðað við gengi Seðlabankans):

Lágmarkstekjur afgreiðslufólks fyrir fulla vinnu: 142.450 á mánuði = € 802,5

Lágmarkstekjur skrifstofufólks fyrir fulla vinnu: 161.230 á mánuði = € 908,34

Þetta líkist frekar launatölum frá A-Evrópu frekar en þeim tölum sem við eigum að venjast. Þetta er raunveruleikinn sem við búum við í dag. Eina leiðin til að lyfta þessu er að lappa upp á krónuna okkar og að við leggjumst öll á eitt með það verk. Það hefst ekki með því að eyða tíma í óþarfa orðagjálfur sem vitað er að leiði ekki til neins nema að einn dagur í björgunaraðgerðum fer til spillis. Það hefst heldur ekki með því að við séum stanslaust að grafa undan okkur sjálfum með misgáfulegum yfirlýsingum um hversu ónýt krónan er, hversu getulaus stjórnvöld eru, hversu vond löggan er og þar fram eftir götum.

Rífum okkur upp á rassgatinu! Drullumst til að gera eitthvað sem leiðir til einhvers uppbyggilegs og áþreifanlegs árangurs.

En þar verða stjórnvöld að fara á undan og gera eitthvað!

 


Af erlendum skuldum og yfirdráttum...

Merkilegt hvað lítið hefur farið fyrir umræðum um erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja sem hafa þar að auki duglegan yfirdrátt hjá bönkunum til að fjármagna daglegan rekstur.

 

Þarna eiga í hlut flest þau fyrirtæki sem flytja inn vörur, eru með 30, 60 og jafnvel 90 daga greiðslufrest hjá erlendum birgjum. Reyndar eru þau núna í þeirri stöðu að hafa engan greiðslufrest, heldur verða þau að punga út fyrir öllum vörukaupum fyrirfram. Á sama tíma verða þau að greiða niður eldri skuldir með gjaldeyri sem varla fæst, og ef hann fæst þá á gengisvísitölu sem fer að nálgast 240 stig (ef hún hefur ekki náð því í dag). Flest hafa þessi fyrirtæki, svona til að bæta gráu ofan á svart, sveran yfirdrátt á okurvöxtum til að fjármagna hinn daglega rekstur.

 

Einhverja hluta vegna hefur þessi staðreynd alveg flogið undir radar í umræðunni. Ef ekki kemur til einhverskonar kraftaverk af guðdómlegri stærðagráðu, þá verður fjöldahrun á vettvangi innflutningsfyrirtækja, heildverslana og sem og í smásölu.

 

Ekki gleyma smáfuglunum í vetur!! Ef þeir fara að stráfalla, þá er voðinn vís.


Tvennir grautar í sömu skál...

Merkilegt hvað það er mikill munur á því hvernig fréttir eru sagðar. mbl.is segir: "Minnkandi áhugi á ESB-aðild" á meðan visir.is segir: "Meirihluti vill ESB-umsókn og evru". Eru þessir miðlar ekki báðir að segja frá sama hlutnum? Skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Báðir segja í meginatriðum satt og rétt frá, en báðir eru inni á línunni "Hafa skal það sem betur hljómar". Eru þessir tvennir grautar ekki komnir í sömu skálina?


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband